Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Kvíði Árátta-Þráhyggja

Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson

Björn Harðarson eftir Björn Harðarson
13/05/2007
Í Árátta-Þráhyggja, Átraskanir/Offita, Sjálfstraust
0
0
sundkappi - Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson

AA033068

0
Deilingar
88
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

það eru til ýmis vandamál sem tengjast óánægju með útlit og löngunin í að breyta útlitinu. Eitt þeirra er sennilega þekktast fyrir að Michael Jackson þjáist mjög sennilega af því er svokölluð útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder). Útlitsröskun einkennist af óeðlilega mikilli óánægju með útlit sitt og er þá oftast um að ræða einhvern hluta af andliti eða höfði.

Mælum með

Sjálfskoðun

Örfá en býsna algeng dæmi um hugsana – og hegðanamynstur átröskunarsjúklinga.

Offita og átröskun almennt

Þetta geta verið áhyggjur af nefi, höku, freknum, bólum, augum, augabrúnum, of miklum eða litlum hárvexti á höfði eða annars staðar. Þetta getur þó líka tengst öðrum líkamshlutum eins og handleggjum, brjóstum og kynfærum. Fólki finnst t.d. það vera með allt of stórt nef eða finnst ákveðnir líkamshlutar skakkir eða á röngum stað svo eitthvað sé nefnt. Taka skal fram að hér er um að ræða hluti sem aðrir taka ekki eftir eða eiga erfitt með að sjá. Margir gætu sagt: „Eru ekki allir óánægðir með líkamsímynd sína og þá með útlitsröskun?“ Því væri hægt að svara á þann hátt að auðvitað eru mjög margir, og allt of mikið af fólki, óánægðir með útlit sitt. Rannsóknir hafa t.d. leitt í ljós að yfir helmingur kvenna og stór hluti karla er óánægður með líkamsímynd sína. Þrátt fyrir það er aðeins lítill hluti fólks sem myndi uppfylla skilyrði fyrir útlitsrökun. Fólk sem er svo óánægt með líkamsímynd sína að það háir því dags daglega ætti að velta því fyrir sér að leita sér aðstoðar og reyna að bæta líkamsímynd sína. Þau einkenni sem þurfa að vera til staðar til að uppfylla skilyrði útlitsröskunar eru: stöðugar áhyggjur af útliti sínu þar sem a.m.k einum klukkutíma á dag er eytt í þær áhyggjur; að vera stöðugt að skoða, mæla og laga (ímyndaðan) útlitsgalla sinn, líta mikið í spegil, búðarglugga eða spegilmynd í vatni til að athuga hvort allt sé í lagi; að spyrja í tíma og ótíma aðra hvort allt sé í lagi með…, í þeim tilgangi að reyna að sannfærast að allt sé í lagi og síðan með þeim afleiðingum að líða samt ekkert betur; að þessar hygmyndir um útlitið hái fólki svo mikið í daglegu lífi, að það fer ekki í veislur, hittir ekki vini eða mætir ekki í skólann. Fólk með útlitsröskun leitast mikið eftir því að fela þetta svokallaða lýti sitt með fötum, förðun eða öðrum leiðum. Í verstu tilfellum leitast það eftir að komast í lýtalæknisaðgerðir. Mjög líklegt er að þrátt fyrir að fólk fari í lýtalæknisaðgerð, þá verði fólk áfram óánægt með sig og telur sig þá jafnvel þurfa á fleiri aðgerðum að halda til að verða sátt við útlit sitt. Hjá sumum fer það út í gífurlegar öfgar, þ.e. fólk fer í hverja aðgerðina á fætur annarri en finnur alltaf nýja og nýja líkamlega ágalla, sem þarf að laga til að uppfylla útlitskröfur viðkomandi.  Í samhengi við Michael Jackson minnist ég sjónvarpsþáttar þar sem farið var í gegnum hversu oft hann breytti andliti sínu og nefi án þess að virðast ná að verða sáttur. Hvort sem það er rétt eða ekki var hér um nokkuð ”góða” lýsingu á því sem hefur verið nefnt útlitsröskun.

Útlitsröskun er ekki sérlega þekkt vandamál, fólk skammast sín oft mikið fyrir vandamálið og leitar sér þar af leiðandi ekki hjálpar. Sérfræðingar átta sig oft ekki á að um útlitsröskun sé að ræða þegar þeir fá til sín einstaklinga með þessa röskun og greina þessa einstaklinga iðulega þunglynda, félagsfælna og/eða með áráttu og þráhyggju, þar sem þessir þættir eru hluti af einkennum útlitsröskunar. Einnig er einstaklingum með útlitsröskun stundum ruglað saman við einstaklinga sem þjást af átröskunum, eins og anorexíu eða búlimíu, þar sem þessar þekktari raskanir einnig tengjast útliti (þó á allt annan hátt) og eiga yfirleitt upptök sín á unglingsárum.

Það er mikilvægt að fólk leiti sér eða sé hvatt til að leita sér aðstoðar ef það telur sig eða aðra eiga við þetta vandamál, sem veldur mikilli vanlíðan og skerðingu á eðlilegu lífi, að stríða. Vandamálið hverfur sjaldnast af sjálfu sér.

Björn Harðarson

sálfræðingur

  • Sérfræðingur
  • Hafa Samband
12235104 10153347968239624 2002791039830287132 n - Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson
Björn Harðarson
Björn Harðarson hefur starfað sem sálfræðingur síðan 1998 og þar af á eigin stofu síðan 2002. Björn vinnu með helstu vandamál fullorðna eins og Kvíði, þunglyndi, sambönd og skilnaðir, sorg og missi, fíknir, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt
bjorn@persona.demo-site.is
loading - Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson
Skilaboðin hafa verið send!!
×
12235104 10153347968239624 2002791039830287132 n - Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson
Björn Harðarson
Björn Harðarson hefur starfað sem sálfræðingur síðan 1998 og þar af á eigin stofu síðan 2002. Björn vinnu með helstu vandamál fullorðna eins og Kvíði, þunglyndi, sambönd og skilnaðir, sorg og missi, fíknir, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt
bjorn@persona.demo-site.is
Latest Posts
  • eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee 150x150 - Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson
  • ea37b50d2af2003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7164195f0c9 640 work addicted 150x150 - Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson
  • 157672 5260 150x150 - Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson
  • overweight 3018731 150 overweight 112x150 - Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson
Tags: OCDutlitsröskunvöðvafikn

TengtGrein

self 1522183267 - Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson

Sjálfskoðun

03/04/2018
belly 2354 150 weight 1 - Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson

Örfá en býsna algeng dæmi um hugsana – og hegðanamynstur átröskunarsjúklinga.

09/04/2009

Offita og átröskun almennt

Viðtal – Matvæli, matarlyst og offita

Íkveikjuæði

Sjálfstraust

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.