Sjálfsmynd er sú mynd sem við gerum af okkur sjálfum. Stundum getur skapast misræmi milli þess hvernig okkur finnst við vera og hvernig við vildum vera. Ef alltaf er verið að bera sig saman við fyrirmynd sem er fullkomin er líklegt að skuggi falli á sjálfsmyndina. Sjálfsmat er mat á eigin frammistöðu eða árangri. Þ.e. hugsun er í samræmi við sjálfsmynd okkar. Stúlka með lélegt sjálfsmat hugsar öðruvísi um frammistöðu á leikfimiprófi en sú sem hefur gott sjálfsmat jafnvel þótt þær hafi staðið sig jafnvel á prófinu. Neikvæt sjálfsmat getur komið fram í gagnrýni á eigin frammistöðu og of miklum, óraunhæfum kröfum til sjálfs sín. Mat á árangri og mistökum getur bjagast og leitt til vanlíðanar þegar lítið er gert úr góðum árangri eða mikið úr mistökum.
Hvernig eiga eftirfarandi fullyrðingar við um þig? Merktu við hversu sammála þú ert hverri fullyrðingu.
