Hvort telur þú að hegðun þín ráðist af eigin ákvörðunum eða umhverfisþáttum? Þeir sem álíta hegðun sína ráðast af eigin ákvörðunum telja daglega atburði og umbun í kjölfar þeirra vera afleiðingu eigin hegðunar og að hægt sé að gera margt til að stjórna umhverfi sínu. Á hinn bóginn telja sig stjórnast af umhverfisþáttum, hegðun sína vera háða heppni, örlögum eða undir stjórn annarra. Þessi persónueinkenni koma hvað best fram hjá fólki þegar á móti blæs í lífi þeirra. Taktu eftirfarandi próf og athugaðu hvað þú telur hafa áhrif á hegðun þína og hvaða afleiðingar það getur haft.
