Við höfum áhyggjur af mörgu daglega. Stundum geta áhyggjur okkar verið það miklar að það veldur okkur vissum óþægindum og þær fara að hafa áhrif á daglegt líf okkar. Áhyggjur og kvíði fara oft saman og því getur verið gagnlegt að athuga hvort áhyggjur manns séu meiri en gengur og gerist. Eftirfarandi próf gefur vísbendingar þess efnis hvort þú hafir tilhneigingu til þess að hafa of miklar áhyggjur.


