Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Annað

Síþreyta og vefjagigt

Persona.is eftir Persona.is
02/11/2006
Í Annað
0
0
tired person 1521749104 - Síþreyta og vefjagigt

illustrade / Pixabay

0
Deilingar
24
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Síþreyta og vefjagigt eru tiltölulega algengar raskanir. Þær eru langvarandi, valda verulegum óþægindum og draga úr lífsgæðum ekki síður en alvarlegir sjúkdómar. Einkenni síþreytu og vefjagigtar eru mjög lík enda telja margir að um sé að ræða sama fyrirbærið. Helstu sameiginlegu einkenni eru langvarandi þreyta og slappleiki, vöðva- og liðaverkir, truflun á svefni, höfuðverkur, meltingartruflanir, svimi, skortur á einbeitingu og pirringur.

Mælum með

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

Geðklofi

Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Það er ekki vitað nákvæmlega hverjar orsakir síþreytu og vefjagigtar eru en þó er nokkuð víst að um samspil erfða, persónuleikaþátta, streituvaldandi lífsstíls, margskonar áfalla, bælingar tilfinninga, þunglyndis og kvíða sé að ræða. Þá er sumt fólk, vegna áhrifa skapgerðar og lífeðlisfræðilegra eiginleika, næmara fyrir líkamlegum einkennum en aðrir. Sums staðar er heldur ekki vel liðið að fólk beri tilfinningar sínar á torg en að tjá tilfinningar sínar sem líkamlega vanlíðan er ekki litið sama hornauga. Þá er margt sem bendir til þess að þessar raskanir orsakist, að minnsta kosti að hluta til, af miðlægri næmingu í taugakerfinu. Slík næming í taugakerfinu getur orðið til þess að tilfinning í líkamanum sem áður var óþægileg verði næstum óbærileg. Miðlæg næming getur orsakast af einu alvarlegu áfalli sem viðkomandi verður fyrir eða langvarandi streitu. Alvarlegt áfall er til dæmis slys en langvarandi streita getur til dæmis myndast hjá þeim sem þarf að sjá fyrir veikum ættingja í langan tíma eða býr við ótryggar aðstæður.
Þó ekki sé vitað nákvæmlega hverjar orsakir síþreytu og vefjagigtar eru þýðir það ekki að vanlíðanin sem þeim fylgir sé ímyndun ein. Verkirnir og þreytan eru raunveruleg, þó þau séu ekki sýnileg öðrum og taka verður fólk alvarlega þegar það segist finna til þessara einkenna.
Fyrir utan einkennin eiga þeir sem þjást af síþreytu og vefjagigt margt sameiginlegt. Konur eru í meirihluta og oft er fólk þunglynt eða kvíðið. Þá er það einnig algengt að fólk sé ekki ánægt í vinnu, hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli, verið undir miklu álagi í langan tíma og sé óánægt með viðmót í heilbrigðiskerfinu.
Það að konur eru í meirihluta þeirra sem þjást af síþreytu og vefjagigt orsakast hugsanlega af þáttum sem eru mismunandi hjá kynjunum og gera konur móttækilegri fyrir þessum einkennum. Þessir þættir eru til dæmis streitu- og kynhormón, kynjahlutverk og líkamleg bygging. Kynhormón hafa áhrif á sársaukaskynjun og tíðahringurinn hefur áhrif á sársaukanæmi. Konur, hugsanlega af þróunarfræðilegum orsökum eru næmari fyrir sársauka í kviðarholi en karlar. Það getur hugsanlega skýrt af hverju fleiri konur en karlar greinast með heilkenni ristilertingar (irritable bowel syndrome) en það er röskun sem er um margt lík síþreytu og vefjagigt. Þá verða konur oft fórnarlömb kynferðislegar misnotkunar og ofbeldis og áföll af þessum völdum gera konur hugsanlega næmari fyrir sársauka. Barnsburður, sem getur verið mjög streituvaldandi, kann einnig að hafa svipuð áhrif. Það er einnig mögulegt að mismunurinn milli kynja skýrist af einhverju leyti af því að karlar leiti sér síður aðstoðar vegna vanda af þessu tagi.
Þeir sem trúa því að síþreyta og vefjagigt séu sjúkdómar sem orsakist af t.d. vefjaskaða eða veirusýkingu eiga ekki jafn góðar batahorfur og þeir sem eru reiðubúnir að íhuga aðrar orsakir. Það er engin lækning til við síþreytu og vefjagigt en aftur á móti getur fólk tekið stjórnina að hluta til í sínar hendur og dregið mikið úr áhrifum þessara raskana á daglegt líf. Með því að tjá sig um áföll og vanlíðan, læra að bregðast betur við streitu, hreyfa sig hæfilega og hvíla sig rétt er hægt að hafa mikil áhrif á og draga úr einkennum. Einnig er mögulegt að nota lyf samhliða þessháttar lífsstílsbreytingu og hefur það oft gefist vel.

 

Eggert S. Birgisson, sálfræðingur

 

Tags: síþreytavefjagigt

TengtGrein

eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee e1521917208384 - Síþreyta og vefjagigt

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

15/07/2015
eb31b90e2bf3033ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174996f4c4 640 crazy e1521740666334 - Síþreyta og vefjagigt

Geðklofi

06/02/2013

Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Fjármálalæsi eftir hrun

Vinnufíkn

Krepputal II (jan. 2009)

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.