Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Börn/Unglingar

Ofbeldi meðal barna og unglinga

Persona.is eftir Persona.is
10/10/2004
Í Börn/Unglingar, Ofbeldi
0
0
violence 1521750697 - Ofbeldi meðal barna og unglinga

jarmoluk / Pixabay

0
Deilingar
8
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Almenningur hefur síauknar áhyggjur af ofbeldi meðal barna og unglinga. Þetta flókna og erfiða vandamál er málefni sem foreldrar, kennarar og stjórnvöld þurfa að ígrunda vel og skilja. 

Mælum með

Reiði og reiðistjórnun

Afleiðingar heimilisofbeldis: “battered wife syndrome”.

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

Börn á leikskólaaldri geta sýnt ofbeldisfulla hegðun. Foreldrar og aðrir sem verða vitni að slíku verða oft áhyggjufullir en oftar en ekki vonast þeir til þess að barnið vaxi upp úr þessu. Ofbeldisfull hegðun hjá barni, á hvaða aldri sem er, verður alltaf að taka með fyllstu alvöru. Ekki má líta á hegðunina sem eitt þroskastig barnsins og þar með líta framhjá henni. 

Ofbeldisfull hegðun
Ofbeldisfull hegðun getur birst á ýmsan hátt til dæmis í skapofsaköstum, árásargirni, slagsmálum, hótunum eða tilraunum til að meiða aðra, notkun á hvers konar vopnum, grimmd í garð dýra, íkveikjum og skemmdum á eignum. 

Þættir sem auka líkur á ofbeldisfullri hegðun
Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að flókin samsetning og víxlverkan ýmissa þátta auka líkur á ofbeldishegðun barna og unglinga. Þar á meðal má telja: 

·         Fyrri árásargirni eða ofbeldisfull hegðun 

·         Að vera fórnarlamb líkamlegs og/eða kynferðislegs ofbeldis 

·         Áhrif af ofbeldi innan fjöskyldu eða samfélags

·         Erfðafræðilegir þættir 

·         Áhrif ofbeldis í fjölmiðlum (sjónvarpi, kvikmyndum o.s.frv.) 

·         Samblanda af erfiðu fjölskyldulífi (fátækt, vanræksla, skilnaður, atvinnuleysi, skortur á stuðningi frá fjölskyldu) 

·         Ofneysla eiturlyfja og/eða áfengis 

·         Að sjá skotvopn inni á heimilinu 

·         Heilaskaði eftir höfuðáverka 

Hvernig má greina viðvörunarmerki um ofbeldisfulla hegðun hjá barni?
Ef eitthvað af ofangreindu á við um barnið samfara því sem talið er upp hérna á eftir, væri líklegt að barnið beitti aðra ofbeldi: 

·         Ofboðsleg reiði 

·         Tíð skapofsaköst 

·         Mikil skapstyggð 

·         Mikil hvatvísi 

·         Mikil gremja 

Hvað er hægt að gera ef barn sýnir ofbeldisfulla hegðun?
Ef foreldri eða aðrir fullorðnir verða vitni að ofbeldisfullri hegðun hjá barni ættu þeir að íhuga hvort ekki sé rétt að láta hæfan fagmann greina barnið. Ef meðferð er veitt eins fljótt og auðið er getur hún orðið afar hjálpleg. Meðferðin snýst um það að fá barnið til að læra að stjórna reiði sinni, sýna reiði og gremju á viðeigandi hátt, taka ábyrgð á gjörðum sínum og afleiðingum gjörða sinna. Að auki gæti þurft að taka á vandamálinu með fjölskyldu og skóla. 

Hvað getur komið í veg fyrir ofbeldisfulla hegðun barna?
Rannsóknir hafa sýnt að draga má verulega úr ofbeldi ef áhættþættirnir sem taldir voru upp hér að ofan er fækkað eða fjarlægðir alveg. Þá er mikilvægt að koma í veg fyrir að börn komist í tæri við ofbeldi á heimili, innan samfélagsins eða í gegnum fjölmiðla. Ofbeldi leiðir augljóslega til ofbeldis.

Byggt á efni frá American Academy of Child & Adolescent Psychiatry

Tags: börnofbeldi

TengtGrein

angry 33059 150 angry - Ofbeldi meðal barna og unglinga

Reiði og reiðistjórnun

12/08/2010
model 2405074 150 violence - Ofbeldi meðal barna og unglinga

Afleiðingar heimilisofbeldis: “battered wife syndrome”.

07/01/2009

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

Tölvuleikir geta verið uppbyggilegir

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.