Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Kvíði Árátta-Þráhyggja

Íkveikjuæði

Björn Harðarson eftir Björn Harðarson
13/05/2007
Í Árátta-Þráhyggja
0
0
fire 1521745229 - Íkveikjuæði

hschmider / Pixabay

0
Deilingar
51
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Íkveikjuæði (pyromania) er vandamál þar sem einstaklingar upplifa mikla löngun til að horfa á eld og kveikja í.  Þetta vandamál svipar mjög til spilafíknar/spilaáráttu og stelsýki.  Íkveikjuæðið virðist þó vera töluvert frábrugðið hinum vandamálunum að því leyti að það er algengara að þeir sem kveikja í skipuleggi íkveikjuna töluvert fyrirfram. 

Mælum með

Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson

Þráhyggja

Árátta og þráhyggja hjá börnum

Þessir einstaklingar hafa gífurlegan áhuga fyrir öllu sem tengist eldi, eins og t.d. eldsvoðum, brunakerfum ýmisskonar, slökkvistöðvum og slökkviliðsbílum, og reyna þá gjarnan að fylgjast með eldsvoðum, og auðvitað það sem hættulegt er – upplifa mikla löngun til að kveikja í.  Þegar þeir síðan kveikja í finna þeir fyrir mikilli vellíðan eða spennulosun.  Endurtekin íkveikja leiðir síðan til aukinnar löngunar eða þarfar að kveikja aftur í, líkt og í vandamálum sem tengjast áráttu eða fíkn.  Það virðist líka oft vera sem fólk með íkveikjuæði finni ekki fyrir samviskubiti vegna þess skaða sem íkveikjan veldur (fjárhagslegs, tilfinningalegs eða líkamlegs skaða).  Flestir þeirra sem þjást af íkveikjuæði eru karlmenn á unglingsaldri eða ungir menn.  Ekki er talið að börn sem kveikja í þjást af íkveikjuæði.  Börn ganga oft í gegnum tímabil þar sem þau eru heilluð af eld, sem er nokkuð “eðlilegt”,  en hinsvegar mikilvægt að halda þessu í skefjum og fræða börn um eld, hvað beri að varast og hvernig við umgöngumst eld.  Þegar skoðað er hvað fólk með íkveikjuæði á sameiginlegt, annað en þörfina fyrir að kveikja í, þá sjáum við að margir hverjir hafa frekar lélega félagshæfni og því oft einangraðir og hafa jafnvel sögu annarra erfiðleika eins og lærdómserfiðleika. 

            Mikilvægt er að fólk átti sig samt á því að alls ekki allir sem kveikja í þjást af íkveikjuæði.  Mörg dæmi eru um að fólk kveiki í, í öðrum tilgangi eins og að fá tryggingafé fyrir eign sem það á sjálft.  Aðrir kveikja í, í mikilli reiði og enn aðrir kannski í ölæði eða alvarlegum geðröskunum þar sem þeir gera sér ekki grein fyrir hvað þeir eru að gera.  Svo eru einhverjir sem kveikja í í pólitískum tilgangi eða til að fela verksummerki glæps, og unglingar í uppreisn (sem eiga við hegðunarvandamál að etja) kveikja oft í. Þessir aðilar finna ekki fyrir neinni sérstakri löngun til að kveikja í heldur er um fjárhagslegan ávinning eða einhverskonar útrás að ræða.

            Ef maður veltir fyrir sér hvort einhver sé  með íkveikjuæði er hægt að skoða hvort einstaklingurinn hefur átt einhverja sögu um að kveikja mikið í sem barn.  Hefur hann óeðlilega mikinn áhuga fyrir eldi og eldsvoðum (og fer jafnvel af stað til að fylgjast með eldsvoðum) og hefur hann jafnvel gert eitthvað annað – eins og að koma eldvarnarkerfi af stað af ásettu ráði.  Auk þess má segja að ef við grunum einhvern um að vera með íkveikjuæði og að hafa orðið valdur að ákveðnum bruna þá eru töluverðar líkur á að sá hinn sami hafi verið einn af áhorfendunum að eldsvoðanum. 

            Getur fólk losnað við þetta vandamál og náð bata.  Ef menn nást og þiggja þá meðferð eða, sem betra væri, leita sér aðstoðar af sjálfsdáðum þá eru töluverðar líkur á að einstaklingur nái bata og kveiki ekki í (aftur), eða um 70% árangur.

 

Björn Harðarson

Sálfræðingur

 

  • Sérfræðingur
  • Hafa Samband
12235104 10153347968239624 2002791039830287132 n - Íkveikjuæði
Björn Harðarson
Björn Harðarson hefur starfað sem sálfræðingur síðan 1998 og þar af á eigin stofu síðan 2002. Björn vinnu með helstu vandamál fullorðna eins og Kvíði, þunglyndi, sambönd og skilnaðir, sorg og missi, fíknir, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt
bjorn@persona.demo-site.is
loading - Íkveikjuæði
Skilaboðin hafa verið send!!
×
12235104 10153347968239624 2002791039830287132 n - Íkveikjuæði
Björn Harðarson
Björn Harðarson hefur starfað sem sálfræðingur síðan 1998 og þar af á eigin stofu síðan 2002. Björn vinnu með helstu vandamál fullorðna eins og Kvíði, þunglyndi, sambönd og skilnaðir, sorg og missi, fíknir, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt
bjorn@persona.demo-site.is
Latest Posts
  • eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee 150x150 - Íkveikjuæði
  • ea37b50d2af2003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7164195f0c9 640 work addicted 150x150 - Íkveikjuæði
  • 157672 5260 150x150 - Íkveikjuæði
  • overweight 3018731 150 overweight 112x150 - Íkveikjuæði
Tags: íkveikjuæðiOCD

TengtGrein

sundkappi - Íkveikjuæði

Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson

13/05/2007
ocd - Íkveikjuæði

Þráhyggja

28/11/2006

Árátta og þráhyggja hjá börnum

Árátta og þráhyggja

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.