Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Kvíði

Eðlilegur kvíði

Persona.is eftir Persona.is
05/04/2007
Í Kvíði
0
0
anxiety 1521745895 - Eðlilegur kvíði

Graehawk / Pixabay

0
Deilingar
53
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hugsaðu þér mann sem gengur um grösugar sléttur, allt í einu kemur hann auga á ljón og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Hjartsláttur og andardráttur aukast, vöðvar spennast, yfirborðsæðar dragast saman og munnvatnsframleiðsla minnkar. Öll þessi líkamlegu viðbrögð og fleiri til, gera hann viðbúinn undir að flýja eða berjast.

Mælum með

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

Almenn Kvíðaröskun

Ótti við sjúkdóma (hypochondriasis/ health anxiety)

Aukinn hjartsláttur gefur honum orku, vöðvarnir eru tilbúnir fyrir átak og þurr munnur auðveldar súrefnisflæði niður í lungu. Minna blóðflæði í yfirborðsæðum minnkar hættu á blóðmissi ef hann slasast en við þetta eiga fingurnir einnig til að kólna.

Þessi viðbrögð við hættu eru manninum lífsnauðsynleg og hafa því fylgt honum í gegnum kynslóðirnar. Það er svokölluð mandla í heilanum sem stendur fyrir þessu, enda kölluð viðvörunarkerfi heilans. Hún tekur við upplýsingum um það sem manneskjan telur vera hættu og sendir út neyðarkall. Hér eru upplýsingarnar oft óritrýndar og því ekki endilega um raunverulega hættu að ræða, heldur aðeins einstaklingsbundið mat á aðstæðunum. Neyðarkallið fer því í loftið, hvort sem um ljón er að ræða, gamla kisu eða atvinnuviðtal.

Kvíðahugsanir beinast að framtíðinni. Þær byrja oft á „hvað ef…“ og enda á miklum hrakspám. Þær fela oft í sér ofmat á líkum skelfilegra afleiðinga, ofmat á alvarleika afleiðinganna, vanmat á eigin getu til að ráða við hlutina og vanmat á utanaðkomandi stuðningi.

Það á kannski við um annan mann sem var að keyra tjakklaus uppí sveit þegar dekk sprakk á bílnum hjá honum. Hann ákveður að ganga að næsta sveitabæ og fá lánaðan tjakk. Á þeim hálftíma sem tók hann að ganga, fór hann að leiða hugann að því hvernig gengi að sannfæra bóndann um að lána sér tjakk. Líklegast hafa hrakspár verið ríkjandi, því þegar hann er loks kominn á leiðarenda og bóndi opnar fyrir honum hreytir maðurinn út úr sér „þú getur átt þinn bévítans tjakk sjálfur“ og rauk í burt.

Orðið kvíði lýsir margskonar vandamálum s.s. fælni og ofsakvíða. Hann getur verið án sýnilegrar ástæðu en einnig vegna erfiðra tímabila sem við upplifum í lífinu. Hann er þó alltaf eðlilegur í ljósi þeirrar þróunarsögu sem minnst hefur verið á.

Kvíði getur auðveldlega verið túlkaður á rangan hátt t.d. aukinn hjartsláttur túlkaður sem hjartaáfall og hafa ófáir farið á slysabráðamóttöku í slíku ástandi. Kvíðinn getur einnig skaðað frammistöðu fólks í þeim aðstæðum sem hann kviknar og aukið þannig vanmáttartilfinninguna enn frekar. Fólk fer að einblína á kvíðann og taka þannig enn meira eftir honum en áður. Þannig myndast vítahringur sem erfitt getur reynst að rjúfa. Vítahringur getur einnig leynst í hegðun fólks. Sá sem er kvíðinn í félagslegum aðstæðum, veigrar sér við að lenda í þeim og getur því ekki afsannað þá tilgátu sína að hann verði sjálfum sér til skammar.

Í hugrænni atferlismeðferð eru aðstæður, hugsun, hegðun og líkamleg kvíðaeinkenni skoðuð og einstaklingurinn er aðstoðaður við að ráða betur við þann vanda sem veldur kvíðanum. Eðlilega er misjafnt hvað fólk þarf á mikilli aðstoð að halda og getur það byrjað sjálft á því að kortleggja vandann. Leitast má við að rjúfa vítahringi og huga að eigin hrakspám því skilningur á eigin kvíða er fyrsta skrefið í átt að betri líðan.

 

Sóley Jökulrós Einarsdóttir

sálfræðingur

Tags: kvíði

TengtGrein

eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee e1521917208384 - Eðlilegur kvíði

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

15/07/2015
157672 5260 - Eðlilegur kvíði

Almenn Kvíðaröskun

29/05/2009

Ótti við sjúkdóma (hypochondriasis/ health anxiety)

“að hoppa út í djúpu laugina” og meðferð við kvíða og fælni.

Íkveikjuæði

Feiminn þvagblaðra

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.