Eyjólfur Örn lauk meistaragráðu í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2005. Í náminu starfaði Eyjólfur með ungu fólki í Danmörku og þegar að hann kom aftur til Íslands haustið 2005 hóf hann störf á eigin stofu hjá sálfræðistofum Persona.is. Í nokkur ár sá hann einnig um að skrifa greinar fyrir Persona.is og Fréttablaðið um ýmis sálfræðitengd efni og um stutt skeið sá hann um ritstjórn Persona.is vefsins. Eyjólfur kenndi eitt ár við Kennaraháskóla Íslands um Áhættuhegðun unglinga og forvarnir og hefur á síðustu árum eftir sameiningu skólanna tekið þátt í kennslu um sama efni við Háskóla Íslands. Frá útskrift hefur Eyjólfur flutt fjölda fyrirlestra um land allt um hin ýmsu efni. Fljótlega eftir útskrift fór Eyjólfur að sérhæfa sig í að vinna með vandamál er tengdust internetinu með einum eða öðrum hætti. Samhliða því hóf Eyjólfur að flytja fyrirlestra um ofnotkun netsins fyrir foreldra, börn og fagfólk til þess að vekja athygli á ört vaxandi vandamáli.
2006-2008 Sérmenntun í Hugrænni Atferlismeðferð hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
2003-2005 Árósarháskóli, Sálfræðideild, Cand.Psych.
1999-2003 Háskóli Íslands, Sálfræðideild, BA.
2007 Hóf stundakennslu við Kennaraháskóla Íslands
2006 Flutti stofu í húsnæði Persona.is
2006 Samdi við CNS Vital Signs um þýðingu og fyrirlögn hugræns prófabatterís og hóf að framkvæma hugrænar greiningar
2006 Flutti stofu í Meðferðar og fræðslusetur Forvarna.ehf
2005 Hóf að svara fyrirspurnum og skrifa fréttir fyrir Persona.is
2005 Umsjón með hópameðferð við spilafíkn á vegum SÁS
2005 Opnaði eigin stofu
2004 Studenterrådgivningen i Århus
Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár
Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6
© 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni