Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Annað ADHD

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

Persona.is eftir Persona.is
07/01/2009
Í ADHD, Börn/Unglingar, nám
0
0
129113 1345 - ADHD nemandi og skipulag skólastofu
0
Deilingar
177
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fjöldi barna með ADHD á Íslandi  er áætlaður á milli 3 – 7%.  Það þýðir að í hverjum bekk með 25 – 30 nemendum er amk eitt barn með ADHD.  Kennarar eru því fremstir í því að vinna með og hjálpa börnum með ADHD.  Í kennslustundum er ætlast til þess að börn sitji kyrr, séu í sætum sínum, einbeiti sér að námsefninu og muni það sem þeim er kennt og hvað þau eiga að gera næst. 

Mælum með

Fjármálalæsi eftir hrun

Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

Það er einmitt í framangreindu sem börn með ADHD eiga í mestum erfiðleikum með.  Mörg börn með ADHD hafa góða greind og eru skapandi.  Þau eiga ekki í vandræðum með að skilja það sem verið er að kenna en geta ef til vill ekki lokið við verkefnin vegna einbeitingarerfiðleika.  Börn með ADHD eru oft á eftir í tilfinningaþroska og með lágt sjálfsmat.

Kennarar með stóra bekki eru oft í tímapressu.  Þeir geta ekki hjálpað eða kennt hverju barni heldur verða að kenna hópnum.  Með takmarkaðan tíma og ef til vill takmarkaða þekkingu, þá vita þeir varla hvernig þeir geta hjálpað barni með ADHD í bekknum. 

Ef nemandinn þarf á sérkennslu að halda þá er ef til vill búið til skipurit til að fylgja.  En það eru margar leiðir sem kennari getur notað til að hjálpa barni með ADHD án þess að taka í raun tíma frá hinum, skapað velgengni hjá barninu og dregið úr áreitinu eða því sem truflar:

  • Láttu barnið sitja þar sem áreiti er sem minnst.  Þetta þýðir ef til vill að nemandinn þarf að sitja fyrir framan kennarann eða í fremstu röð.  Eða að setja barnið við hlið nemanda sem á auðvelt með að einbeita sér og minnka þannig hættuna á því að barnið sé að leika sér við næsta barn.  Það er ekki góð hugmynd að setja barn með ADHD við glugga eða hurð.  En gæta verður þess að beina ekki athygli hinna nemendanna að nemandanum með sérþarfirnar þegar verið er að raða í sæti.  Einfaldlega settu barnið þar sem þér finnst vera besti staðurinn miðað við aðstæður.
  • Notaðu merkjakerfi til að halda nemandanum við verkefnið.  Búðu til sérstakt merkjakerfi milli þín og nemandans.  Það gæti verið að þú pikkir með blýantinum í kennaraborðið, gangir um skólastofuna eða pikkir létt á borðið hjá nemandanum.  Þetta verður merkið sem kemur nemandanum aftur af stað í vinnu.  Nemandinn vill ef til vill líka búa til merki fyrir þig sem hinir skilja ekki.  Þetta hentar mjög vel ef nemandinn þarf að biðja um eitthvað eða spyrja að einhverju sem gæti komið honum í slæma stöðu eða skapað áreiti frá hinum nemendunum.  Búðu til merki fyrir nemandann sem hann getur notað ef hann skilur ekki eitthvað.  Sem kennari, þá getur þú boðið aðstoð með því að kenna öllum bekknum frekar en að kenna einum nemanda eitthvað sem hann skilur ekki . Um að gera að forðast allt sem beinir athyglinni að barninu/unglingnum sem á í vanda eða skilur ekki eitthvað.
  • Finndu leið til að hrósa nemandanum.  Gefðu viðurkenningu þegar nemandinn reynir að vinna verkefni.  Jafnvel ef barnið lyftir blýantinum til að byrja, þá er það tilraun og gefur tækifæri til að hrósa.  Ef barnið vinnur hálft verkefni eða klárar, gefa þá alltaf markvisst hrós.  Smá hrós/viðurkenning þegar nemandinn fer út úr skólastofunni skiftir mjög miklu sérstaklega fyrir nemanda sem finnst hann ekki standast kröfur kennarans.   
  • Komdu með uppbyggjandi leiðbeiningar á milli þess sem þú hrósar.  Ef þú hefur þörf fyrir að láta nemandann vita um eitthvað sem hann gerði rangt.  Finndu þá eitthvað sem hann gerði vel og segðu það fyrst, síðan það sem mátti betur fara.  Og síðan að hrósa fyrir viðleitni.  Þetta verður til þess að nemandanum líður vel með sjálfan sig og verður opnari fyrir því að hlusta og fara eftir því sem kennarinn segir.   
  • Finndu tækifæri, eða skapaðu tækifæri fyrir ofvirka nemandann svo það geti notað krafta sína.   Ef þú þarft að láta fara með pappíra á skrifstofuna eða sækja eitthvað láttu þá ofvirka nemandann gera það.  Ef það þarf að dreyfa einhverju í bekknum þá endilega láttu ofvirka nemandann um það.  Ef það þarf að hreinsa til í kennslustofunni eða raða einhverju láttu þá nemandann hjálpa.  ADHD nemandinn hefur oft styttri þolinmæðis þröskuld, minna úthald.  Skapaðu tækifæri fyrir nemandann til að standa upp í kennslustund og hreyfa sig.  Ekki láta líða meira en 20 mínútur á milli.  Alls ekki að taka í burt frímínútur eða hádegishlé til að ljúka við verkefni eða próf.  Börn með ofvirkni þurfa á þessum stundum að halda til að nota umfram orku.
  • Fáðu nemandana til að horfa beint í augun á þér þegar þú talar við þau. Börn með ADHD fylgjast betur með þegar þau horfa beint á þig.  Að auki þá sérð þú betur þegar nemandinn missir athyglina og getur vakið athyglina aftur áður en þú heldur áfram.
  • Þegar þú gefur leiðbeiningar hafðu þær stuttar og einfaldar.  Ef leiðbeiningarnar eru langar hafðu þær þá á blaði og afhentu nemendunum og skrifaðu það líka á töfluna.  Ef nemandi á til dæmis að lesa kafla í bók og svara spurningum á blað, taka síðan saman dótið og fara heim þá er gott að gefa þeim það skriflegt svo að nemandinn þurfi ekki að velta fyrir sér hvað hann á að gera eftir að hafa lokið verkefninu.
  • Búðu til einfalt kerfi fyrir foreldra og nemendur til að nálgast heimaverefni.  Gott er að hafa vefsíðu með heimaverkefnum, próftímum og upplýsingum um næstu verkefni.  Einnig er gott að hafa síma-hjálparlínu þar sem foreldrar eða nemendur geta hringt til að fá aðstoð eða upplýsingar.  Búa til tölvupóstlista og senda á hverjum degi eða í hverri viku upplýsingar um verkefni, próf og önnur viðfangsefni.
  • Finndu nemanda sem getur verið ,,heimalærdómsfélagi”.  Ein af alvarlegustu vandamálum nemanda með ADHD er að reyna að muna það sem á að gera á hverjum degi, muna eftir að fara með verkefnin heim og koma með heimavinnuna í skólann aftur.  Láttu ,,heimalærdómsfélagann”  hjálpa nemandanum með ADHD á hverjum degi til að taka til bækur og verkefni til að fara með heim.
  • Minnkaðu heimavinnu.  Það getur tekið marga klukkutíma fyrir ADHD nemandann að ljúka heimavinnunni.  Þetta getur kostað þreytu, pirring, vonbrigði og uppgjöf bæði hjá nemandanum og fjölskyldunni.  Minnkaðu heimavinnuna, skiftu henni niður eða finndu aðalatriði og láttu nemandann læra um þau.  Bara að passa að nemandinn fái ekki það mikla heimavinnu að hann gefist upp.

Muna hrósið og viðurkenninguna, nota það óspart en gæta þess að segja alltaf sannleikann um augnablikið eins og þú sért að taka ljósmynd og síðan að lýsa henni fyrir blindum einstakling.   

Þegar kennara fara að vinna með þessar hugmyndir, þá koma oft upp fleiri og betri hugmyndir og leiðir til að ná til nemendanna með ADHD.  Að skapa velgengni hjá nemandanum gefur bæði kennaranum og nemandanum ánægju sem skilar sér til allra. 

Tags: ADHDathyglisbresturnámnámsörðuleikarOfvirkni

TengtGrein

e835b00a29f6043ecd0b470de7444e90fe76e7d718b717489df4c0 640 money e1521741250439 - ADHD nemandi og skipulag skólastofu

Fjármálalæsi eftir hrun

29/10/2009
hatena 1184896 150 trouble - ADHD nemandi og skipulag skólastofu

Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.

29/09/2008

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

31 styrkleiki einstaklings með ADHD

10 atriði sem fullorðnir með ADHD vilja að makar þeirra viti

Tölvuleikir geta verið uppbyggilegir

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.