Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Annað Geðsjúkdómar

Að lesa yfir sig og annar miskilningur um geðklofa

Björn Harðarson eftir Björn Harðarson
14/05/2007
Í Geðsjúkdómar
0
0
schiz - Að lesa yfir sig og annar miskilningur um geðklofa

BU006604

0
Deilingar
79
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Geðklofi er sú geðröskun sem almennt er talin vera alvarlegasta geðröskunin og er sú geðröskun sem einna helst krefst innlagna á geðdeild. Það getur hinsvegar verið mismunandi eftir einstaklingum hvernig einkennin birtast og hversu alvarlegur geðklofinn verður.

Mælum með

Geðklofi

Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Lyfjameðferð

Sumir verða mjög veikir, einkennin langvarandi og tímabilin sem einkennin liggja niðri stutt. Aðrir veikjast aðeins einu sinni eða sjaldan og geta lifað eðlilegu lífi þess á milli. Algengt er að upphaf einkenna eigi sér stað í kjölfar mikils álags, líkt og gerðist hjá kunningja þínum. Einstaklingurinn virðist þá oft veikjast mjög skyndilega og eru þá einkennin mjög áberandi. Þessi tími fyrstu einkenna hefur hinsvegar lengi valdið töluverðum misskilningi, þar sem fólk hefur tengt álag eins og próflestur við upphaf geðklofaeinkenna og því litið á álagið sem orsakavald geðklofa. Margir þekkja örugglega setninguna: „Hann las yfir sig.“ Þegar talað er um að „lesa yfir sig“ er oft gert ráð fyrir að álagið við lærdóminn sé hin raunverulega orsök og hefur miskilningur, í gegnum tíðina, jafnvel gert sumt fólk hrætt við nám og þá sérstaklega langskólanám. Þegar maður ræðir við fólk sem á ættingja eða vini sem „lásu yfir sig“ er það gjarnan sannfært um að ef einstaklingurinn hefði ekki farið í nám hefði ættinginn eða vinurinn aldrei veikst. Hinsvegar er mikilvægt að átta sig á að álag, eins og erfið próf eða krefjandi nám, er einungis það sem kemur einkennunum af stað en er ekki orsakavaldur geðklofans og einstaklingurinn hefði að öllum líkindum veikst við önnur skilyrði og þá kannski í kjölfar annars konar álags.
Geðklofi fyrirfinnst í öllum samfélögum og hrjáir fólk alls staðar, að því er virðist, um það bil 1% fólks í þjóðfélaginu. Ef álagið eða lærdómurinn væri orsök geðklofans ættu einkennin að vera algengari í vestrænum samfélögum þar sem meira er um að fólk fari í langskólanám og almenn streita í umhverfinu meiri. Einstaklingar veikjast yfirleitt fyrst á aldrinum 18-35 ára, sem er sá aldur þar sem fólk er gjarnan í námi, og getur það að hluta til skýrt misskilning fólks. Ef lærdómurinn væri orsök ættum við að hafa orðið var við mikla aukningu á síðustu árum í samfélagi eins og okkar, þar sem krafan til náms er meiri og sífellt fleiri sækja lengra nám. Hinsvegar hefur ekki orðið aukning á geðklofa síðustu ár og ef eitthvað er virðist nýgengi (ný tilfelli) hafa farið lækkandi milli ára.   Annað atriði sem er algengur miskilningur (mýta) varðandi geðklofa er að fólk með geðklofa verði eins og margar persónur, er í raun annar algengur misskilningur sem er mjög útbreiddur um geðklofa. Margir telja að geðklofi sé það sama og margskiptur persónuleiki/klofinn persónuleiki, þar sem einstaklingur hefur tvo eða fleiri, oft mjög mismunandi, persónuleika. Þetta er mikill misskilningur, þar sem geðklofi einkennist af skynvillum, hugsanatruflunum og ranghugmyndum, svo dæmi séu nefnd, en alls ekki af mörgum persónuleikum. Þeirri röskun sem einkennist af tveimur eða fleiri persónuleikum, og nefnist klofinn persónuleiki, hef ég áður lýst í svörum mínum hér og er allt annar hlutur. Þessi misskilningur er mjög útbreiddur og er t.d. að finna í spurningarspilinu „Trivial Pursuit“ þar sem spurt er um hvað hafi hrjáð Evu í sögunni og myndinni Þrjú andlit Evu. Rétt svar er klofinn persónuleiki en misskilningurinn kemur fram í röngu svari í spilinu, þar sem því er ranglega haldið fram að það sé geðklofi.
Það er engin spurning að ef fólk er hrjáð af alvarlegum geðröskunum getur álag eins og mikil streita, miklar vökur og þær streituaðstæður, sem próftímabil oft einkennast af, valdið því að einstaklingurinn veikist eða honum versnar. Aftur á móti er það mikill misskilningur að þetta álag sé orsök geðklofa.  Þar af leiðandi ættir fólk ekki að hafa miklar ahyggjur að hefja langskólanám.

 

Björn Harðarson
sálfræðingur

 

  • Sérfræðingur
  • Hafa Samband
12235104 10153347968239624 2002791039830287132 n - Að lesa yfir sig og annar miskilningur um geðklofa
Björn Harðarson
Björn Harðarson hefur starfað sem sálfræðingur síðan 1998 og þar af á eigin stofu síðan 2002. Björn vinnu með helstu vandamál fullorðna eins og Kvíði, þunglyndi, sambönd og skilnaðir, sorg og missi, fíknir, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt
bjorn@persona.demo-site.is
loading - Að lesa yfir sig og annar miskilningur um geðklofa
Skilaboðin hafa verið send!!
×
12235104 10153347968239624 2002791039830287132 n - Að lesa yfir sig og annar miskilningur um geðklofa
Björn Harðarson
Björn Harðarson hefur starfað sem sálfræðingur síðan 1998 og þar af á eigin stofu síðan 2002. Björn vinnu með helstu vandamál fullorðna eins og Kvíði, þunglyndi, sambönd og skilnaðir, sorg og missi, fíknir, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt
bjorn@persona.demo-site.is
Latest Posts
  • eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee 150x150 - Að lesa yfir sig og annar miskilningur um geðklofa
  • ea37b50d2af2003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7164195f0c9 640 work addicted 150x150 - Að lesa yfir sig og annar miskilningur um geðklofa
  • 157672 5260 150x150 - Að lesa yfir sig og annar miskilningur um geðklofa
  • overweight 3018731 150 overweight 112x150 - Að lesa yfir sig og annar miskilningur um geðklofa
Tags: geðklofigeðsjúkdómargeðveikimýtur

TengtGrein

eb31b90e2bf3033ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174996f4c4 640 crazy e1521740666334 - Að lesa yfir sig og annar miskilningur um geðklofa

Geðklofi

06/02/2013
psychopath 1521669470 e1521741142100 - Að lesa yfir sig og annar miskilningur um geðklofa

Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

05/06/2011

Lyfjameðferð

Að leita sér hjálpar

Andlegt heilbrigði og geðvernd

Fjölskyldan og sjúklingurinn

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.