Í prófum er eðlilegt að finna fyrir einhverri streitu. Hófleg streita getur orðið hvetjandi og stuðlað að bættri frammistöðu nemandans í próflestri og við próftöku. Langvarandi og mikill prófkvíði getur hinsvegar verið hamlandi og haft áhrif á frammistöðu í prófum. Eftirfarandi próf gefur vísbendingar um hvort þú eigir við prófkvíða að stríða.


