Þeir sem þjást af áráttu og þráhyggju upplifa endurteknar, óþægilegar hugsanir (þráhyggja) og finna hjá sér þörf til þess að endurtaka sömu aðgerðir margoft (árátta). Þrátt fyrir að þeir sem þannig er ástatt fyrir geri sér grein fyrir að árátta þeirra og þráhyggja gangi úr hófi fram, geta þeir átt erfitt með að hafa stjórn á þeim án réttrar meðferðar. Hegðunarmynstrið sem fylgir áráttu og þráhyggju er ekki þægilegt á neinn hátt. Þvert á móti veldur það mikilli vanlíðan. Eftirfarandi spurningar geta hjálpað þér að ákvarða hvort þú sýnir einkenni áráttu og þráhyggju og hvort hafir gagn af meðferð.
