Þegar þú fyllir út Eysenck Persónuleika prófið þá færðu út niðurstöðu á þremur þáttum:
- Hversu mikið þú hefur verið ósamkvæmur sjálfum þér í svörunum, sem er upp að 9. Sá þáttur mælir hversu mikið þú reyndi í svörum þínum að svara „rétt“ en ekki út frá hver raunveruleikin er í þínu lífi. Þeir sem skora 5 eða yfir á þeim skala hafa annað hvort ekki alveg verið heiðarleg eða vilja bara líta vel út.
- „E“ skorið er mest upp á 24 og segir til um hversu mikill „extrovert“ þú ert.
- „N“ skorið er mest upp á 24 og segir til um hversu mikil ”taugaveiklun” er til staðar.
Til að lesa úr niðurstöðunum þá er eru niðurstöðurnar úr skori E & N settar inn í línurit. Þeim mun meir sem þú ert nálægt jaðrinum á hringnum, þeim mun greinilegri eru þeir þættir sem prófið mælir. Vert er að hafa í huga að EPI er í raun mjög einfalt persónuleikapróf og ef þér finnst niðurstöðurnar alls ekki samrýmast þinn sýn á þig sjálfa/n þá má vel vera að þú hafir rétt fyrir þér og að prófið hafi ekki náð að lýsa þér á réttan hátt.
Leiðbeiningar
Hér koma spurningar um það hvernig þú hegðar þér og hvernig þér líður. Hver spurning bíður upp á að þú svarir annað hvort já eða nei. Reyndu að meta hvort þú hagir þér eða upplifi út frá spurningunni og svaraðu já eða nei eftir bestu vitund. Reyndu að vinna frekar hratt og ekki eyða of miklum tíma við hverja spurningu. Oft er best að svara út frá fyrstu viðbrögðum við spurningunni. Að brjóta heilann yfir hverri spurningu er ekki ávísun á betri svörun. Vertu viss um að svara öllum spurningunum til að prófið virki rétt. Mundu að það er ekki verið að mæla vitsmuni í þessu prófi og ekki er um að ræða „rétt“ eða „röng“ svör. Einungis hvernig þú hagar þér og upplifir.
.

