Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Annað

Krepputal II (jan. 2009)

Jón S. Karlsson eftir Jón S. Karlsson
20/01/2009
Í Annað
0
0
work4 - Krepputal II (jan. 2009)

BU008128

0
Deilingar
48
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Krepputal II (jan. 2009)

Mælum með

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

Geðklofi

Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Rannsóknir á fyrri kreppum

Kreppan hefur verið víðar en á Íslandi. Í USA hafa hundruð þúsunda manna misst vinnuna, hluta af sparnaði og jafnvel húsið. Þetta hefur verið að aukast seinni hluta árs 2008 og hófst fyrir alvöru í september 2008. Hvaða áhrif hafa þessir atburðir á geðheilsu þjóðar? Við getum gert ráð fyrir að það sé í aðalatriðum svipað hér og í USA. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum efnahagsþrenginga á líðan og (geð)heilsu).

Rannsóknir sýna að fólk á öllum lífskjarastigum og stéttum bregst svipað við óvæntum efnahagsáföllum, en þeir sem hafa áður haft tilhneigingu til þunglyndis þurfa á mestri aðstoð að halda. Rannsóknir sýna að bjargráð eins og að setja fjölskylduna í forgang og aðstoða foreldrana í atvinnuleitinni og forvarnir gegn þunglyndi getur hjálpað fólki til að standa af sér storminn. Gera allt til að fólk komist óbugað út úr þrengingunum.

Langtímarannsókn 1989-

Skýrustu niðurstöður úr kreppurannsóknum koma úr langtímarannsókn á fólki sem varð hart úti í landbúnaðarkreppu í miðríkjum USA 1980-1988. Þá misstu þúsundir bændafjölskyldna jarðir sínar og lífsviðurværi. Rannsóknir fylgdi eftir 500 manns árlega frá 1989 til þess að fá langtímasýn á áhrif efnahagsþrenginga á einstaklinga og fjölskyldur.

Family Stress Model

Í upphafi voru tekin viðtöl við börn og unglinga og fjölskyldur þeirra. Stjórnendur rannsóknarinnar voru Rand Conger sálfræðiprófessor við Iowa State University og Glen H Elder rannsóknaprófessor í sálfræði og félagsfræði við University of North Carolina. Þeir telja að þegar fjölskyldur standa frammi fyrir stórfelldum efnahagsþrengingum þá fari af stað ákveðið ferli. Þeir hafa sett upp módel eða líkan byggt á niðurstöðum rannsóknanna, (The family economic stress model). Conger & Elder telja að fjölskyldur fari inn í flókinn vítahring. Eftir því sem tekjurnar minnka þá finnur fjölskyldan fyrir aukinni streitu eða þrýstingi út af því að geta ekki greitt reikningana og þarf að spara við sig í mat, rafmagni, hita og heilsugæslu. Sumar fjölskyldur fara að huga að því að flytja heim til foreldra eða halda heimili með öðrum. Eftir því sem þessi þrýstingur vex fer hann að valda foreldrunum hugarangri og vanlíðan. Þessi vanliðan getur tekið á sig ýmsar myndir, þunglyndi, aukinn kvíða, pirring og reiði og einhvers konar firringu eða “utangáttatilfinningu”. Þegar svona er komið getur það haft skaðleg áhrif á samskipti innan fjölskyldunnar.

Mæður sem verða þunglyndar geta verið önugar við börnin eða draga úr samskiptum við þau. Pirringur í pabbanum getur dregið úr því að hann tali við konuna sem aftur eykur kvíðann hjá börnunum.

Nú eru börnin og unglingarnir sem var byrjað að fylgjast með 1989 orðin rúmlega þrítug. Hvernig koma þau út í samanburði við jafnaldra af sama svæði þar sem fjölskyldur lentu ekki í meiriháttar efnahagshremmingum? Þau sem lentu í hremmingum með fjölskyldum sínum í bernsku og unglingsárum standa verr í dag félagslega, menntunarlega og andlega. Vísindamennirnir telja að það sé í rökréttu samhengi við vítahringinn sem fór af stað í fjölskyldum þeirra. Þannig getur lítill stuðningur foreldra við nám barna og unglinga leitt til þess að þeim gengur verr í skóla og hverfa frekar frá námi. Í öðrum tilvikum geta börnin sýnt aukna vandræðahegðun sem viðbragð við vandanum. Hvort tveggja leiðir oft til að unglingarnir detta út úr framhaldsskóla. Afleiðingin verður síðan takmarkaðir starfsmöguleikar vegna menntunarskorts sem leiðir til þess að fleiri fara í minna gefandi störf en jafnaldrar þeirra sem luku námi.

Sambærilegar niðurstöður hafa komið út úr svipuðum rannsóknum á öðrum hópum t.d. í Mexikó. Atvinnumissir setur oft af stað eins konar flóðbylgju af streituvöldum sem aftur eykur kvíða, þunglyndi og sundurlyndis meðal hjóna. Því færri “stuðpúða” sem við höfum, t.d. aukatekjur eða sterkt tengslanet, því verri verða áhrifin af þessum streituvöldum.

Hvað er erfiðast

Enda þótt efnahagsþrengingar virðist hafa svipuð áhrif á alla þá farnast sumum betur eða verr en öðrum. Það virðist sem börn í fjölskyldum þar sem foreldrar láta fjölskylduna hafa forgang og halda áfram að tala saman þrátt fyrir þrengingarnar koma miklu betur út bæði til skamms tíma og langs tíma. Þar sem foreldrar létu þrengingarnar auka sundurlyndið leið öllum verr í bráð og lengd.

Börn og unglingar voru ekki svo óánægð með að fá ekki margs konar leikföng og lúxus. Það sem angraði þau mest var þegar foreldrarnir urðu reiðir, pirraðir og einangruðu sig eða drógu úr samskiptum við börnin.

Samheldni er ein helsta lausnin

Í fjölskyldum þar sem foreldrarnir ræktuðu samskiptanet sitt og tóku þátt í félagsstarfi leið börnunum almennt miklu betur en þeim sem ólust upp í fjölskyldum þar sem foreldrarnir einangruðu sig í þrengingunum. Börnin sem tóku þátt í félagsstarfi í íþróttum, kirkjunni og samfélagsmálum komu miklu betur út því þau héldu áfram að rækta tengsl þegar þau urðu fullorðin. Foreldrarnir eru mikilvæg fyrirmynd og börnin læra að bjarga sér af þeim.

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

 

  • Sérfræðingur
  • Hafa samband
67725 1464561062499 3497241 n - Krepputal II (jan. 2009)
Jón S. Karlsson
Jón Sigurður Karlsson er sérfræðingur í kliniskri sálfræði. Hann hefur fjölbreytta reynslu innan og utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Greiningar eru sérsvið hans í starfi persona.is og líka þekking á því hvað er viðeigandi að gera allt eftir útkomunni úr greiningarferlinu. ADHD greiningar eru flestar. Víðtækt MMPI persónuleikapróf og ýmis próf á styrkleikum og veikleikum. Jón er einnig með víðtæka reynslu af vinnumarkaðsmálum, starfsendurhæfingu, EES-samstarfi o.fl. Hann hefur líka sótt sér þekkingu á sviði mannauðsmála, stjórnun, markþjálfunar o.fl.
www.persona.is
jon@persona.demo-site.is
loading - Krepputal II (jan. 2009)
Skilaboðin hafa verið send!!
×
67725 1464561062499 3497241 n - Krepputal II (jan. 2009)
Jón S. Karlsson
Jón Sigurður Karlsson er sérfræðingur í kliniskri sálfræði. Hann hefur fjölbreytta reynslu innan og utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Greiningar eru sérsvið hans í starfi persona.is og líka þekking á því hvað er viðeigandi að gera allt eftir útkomunni úr greiningarferlinu. ADHD greiningar eru flestar. Víðtækt MMPI persónuleikapróf og ýmis próf á styrkleikum og veikleikum. Jón er einnig með víðtæka reynslu af vinnumarkaðsmálum, starfsendurhæfingu, EES-samstarfi o.fl. Hann hefur líka sótt sér þekkingu á sviði mannauðsmála, stjórnun, markþjálfunar o.fl.
www.persona.is
jon@persona.demo-site.is
Latest Posts
  • psychopath 1521669470 150x150 - Krepputal II (jan. 2009)
  • e835b00a29f6043ecd0b470de7444e90fe76e7d718b717489df4c0 640 money 150x150 - Krepputal II (jan. 2009)
  • work4 150x150 - Krepputal II (jan. 2009)
  • no money 2070384 150 credit crisis 150x84 - Krepputal II (jan. 2009)
Tags: kreppa

TengtGrein

eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee e1521917208384 - Krepputal II (jan. 2009)

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

15/07/2015
eb31b90e2bf3033ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174996f4c4 640 crazy e1521740666334 - Krepputal II (jan. 2009)

Geðklofi

06/02/2013

Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Fjármálalæsi eftir hrun

Vinnufíkn

Krepputal I

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.