Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Annað ADHD

Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.

Persona.is eftir Persona.is
29/09/2008
Í ADHD, Börn/Unglingar
0
0
hatena 1184896 150 trouble - Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.
0
Deilingar
199
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Margir foreldrar erfiðra barna td barna með ADHD hrópa á hjálp en oft er ekki viðráðanleg lausn í boði.  í allt að 75% tilfella er valin sú leið að gefa lyf til að slá á kraft barnanna af því það virðist eina lausnin, en getur verið að til sé önnur leið?  Aðferð sem nefnist The Nurtured Heart Approach hefur komið það vel út í Bandaríkjunum, Kanada og víðar þar sem aðferðin er notuð, að uþb 95 % barna sem greind hafa verið ADHD eða ODD (Oppositional-Defiance Disorder) þurftu ekki á lyfjum að halda.

Mælum með

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

31 styrkleiki einstaklings með ADHD

Kraftmikil börn kalla á ýkta athygli frá umhverfinu og þá sérstaklega foreldrunum.  Þau fá orku frá okkar orku eða krafti.  Oft á tíðum lítur út eins og börnin ýti bara á þá takka hjá okkur sem verða til þess að skapið okkar ýfist upp, við verðum reið eða pirruð.   Ef við svörum börnunum með æsingi og látum þá fá þau oft að því er virðist næringu eða aukinn kraft.  En kraftur barnanna er gjöf sem þarf jákvæða næringu.  Því miður er oft að við foreldrarnir erum orðin svo þreytti og uppgefin að við höfum hreinlega ekki orku í að breyta um framkomu við barnið og sitjum því í vítahring sem smitar út frá sér í skólann og félagslífið. Foreldrarnir og kennararnir fara jafnvel kenna sjálfum sér um ástandið, ,,hvað gerði ég, af hverju lætur barnið svona?”.  En það eru aðferðirnar sem flest okkar kunna sem duga ekki á erfiðu – krefjandi börnin.
Hvað er til ráða?   Prófaðu að nota 500% meiri viðurkenningu og hrós á barnið, ekki bíða eftir að barnið verði gott, heldur notaðu andartakið td ef barnið þagnar eða snýr sér við.  Ímyndaðu þér að þú sért að taka ljósmynd af atvikinu, lýstu síðan því góða sem þú sérð eins og þú sért að lýsa einhverju fyrir blindum einstakling.  Barnið hættir einhverju slæmu smá stund – augnablik, þá grípur þú tækifærið og segir ,,frábært að þú notar sjálfstjórnina til að hætta ….  Kannastu við að læðast fram hjá herbergisdyrum barnsins þegar það er rólegt?  Farðu inn í herbergi til barnsins þíns nokkrum sinnum á dag og athugaðu hvað það er að gera.  Ef barnið er í tölvunni sýndu þá áhuga og vertu MJÖG forvitin/n.  Ef barnið er að læra, hrósaðu því fyrir það sem það er að gera, notaðu nákvæmt, lýsandi hrós.  En mundu SEGÐU ALLTAF SANNLEIKANN.  Börnin eru mjög klók, sjá mjög auðveldlega í gegnum þig ef þú býrð eitthvað til sem ekki er satt.  Það er ekki nóg að segja þetta er fínt hjá þér.  Það verður að segja af hverju þetta er fínt!!!  Það er ekki nóg að segja mikið ert þú duglegur, það þarf að segja af hverju barnið er duglegt.  Leyfðu barninu þínu að hafa tilfinningarnar sínar í friði.  Ef barnið er reitt, gefðu þá barninu viðurkenningu með því að spegla með orðum það sem þú sérð td ,,Ég sé að þú ert mjög reið/ur, en þú ert ekki að berja …. eða nota ljót orð, þú sýnir mikla sjálfsstjórn.”   Ég varð vitni að því fyrir nokkru að barn sagðist vera hrætt við mynd, myndin væri ljót en fullorðni einstaklingurinn sagði þá ,,Nei, nei, þú ert ekkert hrædd við myndina.”  Hvaða skilaboð fær barnið?  Barninu er sagt að hræðslan sé ósönn, að það hefur rangt fyrir sér.  Hvaða tilfinning er þetta þá?
Það þarf að kenna börnunum að þau skifta máli og að kraftur þeirra sé gjöf sem þau geta stjórnað og notað á jákvæðan máta. Þú munt sjá að breytingin gerist mjög hratt hjá barninu.

Upplýsingar um NHA aðferðina er hægt að fá á www.difficultchild.com eða greta@persona.demo-site.is

Tags: ADHDhegðunarvandi

TengtGrein

129113 1345 - Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

07/01/2009
151956 2909 - Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

24/09/2008

31 styrkleiki einstaklings með ADHD

10 atriði sem fullorðnir með ADHD vilja að makar þeirra viti

Tölvuleikir geta verið uppbyggilegir

Hugleiðingar við skólabyrjun 2008

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.