Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Börn/Unglingar

Hugleiðingar við skólabyrjun 2008

Jón S. Karlsson eftir Jón S. Karlsson
21/08/2008
Í Börn/Unglingar, nám
0
0
thought 2123970 150 school - Hugleiðingar við skólabyrjun 2008
0
Deilingar
57
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hugleiðingar við skólabyrjun 2008

Mælum með

Fjármálalæsi eftir hrun

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.

Þessa dagana eru grunnskólastarf að byrja. Heill árgangur, yfir 4.000 börn eru að byrja 10 ára grunnskólanám og leggja grunn að ævilangri menntun. Í fréttum ríkissjónvarpsins 20. ágúst kom fram að kostnaður við kaup á skólavörum “tæki í budduna” í mörgum fjölskyldum, kostnaðurinn væri 15 – 20.000 á barn. Er hugsanlegt að “væl” vegna mikils kostnaðar sendi börnunum röng skilaboð, undirstriki ekki mikilvægi skólagöngu og menntunar. Er hugsanlegt að einhver ný skólabörn skynji þetta sem vísbendingu um að þau eigi þetta ekki skilið, það sé ekki þess virði að eyða svo miklu í þau. Vonandi ekki, en samt finnst mér ástæða til að leiða hugann að stuðningi við skólanám barnanna. Það er líka ástæða til að leita hagstæðra innkaupa því óþarfa bruðl getur leitt af sér dekurtilfinningu sem er misjafnlega uppeldisleg.

Annað sjónarhorn er að líta svo á að allt til skólans eigi að vera “fríkeypis”, greitt af skólayfirvöldum. Það er fljótlegt að reikna út kostnaðinn sem yrði þá borgaður af sköttunum okkar. Ef við miðum við 15.-20.000 á barn sinnum 4.000, þá eru þetta 60-80 milljónir á ári. Þá fengju öll börn námsgögnin í skólanum, það væri ákveðinn grunnur, en foreldrar gætu að sjálfsögðu bætt við einhverjum lúxus. Í slíku fyrirkomulagi væri ekki eins mikil hætta á því að barnið fyndi að foreldrarnir hefðu ekki efni á eða tímdu ekki að búa það nógu vel í skólann. Er það of mikil forsjárhyggja að skólakerfið sjái alveg um þetta? Mundum við þá missa af möguleikanum á að börnin finni fyrir áhuga og metnaði foreldranna til að þau mæti vel út búin í skólann?

Það er ekki allt sem kostar peninga, það er mikilvægt að huga að öðrum þáttum líka. Tími sem foreldrar gefa sér til að sinna börnunum og námi þeirra og alúð sem þau leggja í verkefnið skiptir líka máli.

Hvað er þá mikilvægt í upphafi skólagöngu. Ég tel mikilvægast að börnin skynji stuðning foreldra sinna við skólagöngu og nám. Jákvætt og hvetjandi viðhorf foreldra gagnvart menntun og skólagöngu er góð byrjun. Það er mikilvægt fyrir foreldra að skoða hug sinn að þessu leyti, er hugsanlegt að gremja vegna eigin skólagöngu bitni á börnunum? Hvað getum við gert í því? Einn möguleikinn er að ná sátt innra með sér gagnvart eigin menntun, fyrirgefa kennurum og skóla fortíðarinnar eða að minnsta kosti reyna að losa sig við gremjuna til þess að neikvæð viðhorf spilli ekki fyrir barninu. Gefa sér tíma til að aðstoða barnið við heimanám, vera styðjandi og hvetjandi gagnvart þátttöku barnsins í félagslífi skólans. Taka þátt í foreldrastarfi, eineltisáætlun og öðrum forvarnaverkefnum, mæta á fundi vegna barnsins og styðja kennarann eftir því sem við á. Menntun barna okkar er ótvírætt forgangsmál og þau þurfa að finna að þau eigi það skilið!

JSK

  • Sérfræðingur
  • Hafa samband
67725 1464561062499 3497241 n - Hugleiðingar við skólabyrjun 2008
Jón S. Karlsson
Jón Sigurður Karlsson er sérfræðingur í kliniskri sálfræði. Hann hefur fjölbreytta reynslu innan og utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Greiningar eru sérsvið hans í starfi persona.is og líka þekking á því hvað er viðeigandi að gera allt eftir útkomunni úr greiningarferlinu. ADHD greiningar eru flestar. Víðtækt MMPI persónuleikapróf og ýmis próf á styrkleikum og veikleikum. Jón er einnig með víðtæka reynslu af vinnumarkaðsmálum, starfsendurhæfingu, EES-samstarfi o.fl. Hann hefur líka sótt sér þekkingu á sviði mannauðsmála, stjórnun, markþjálfunar o.fl.
www.persona.is
jon@persona.demo-site.is
loading - Hugleiðingar við skólabyrjun 2008
Skilaboðin hafa verið send!!
×
67725 1464561062499 3497241 n - Hugleiðingar við skólabyrjun 2008
Jón S. Karlsson
Jón Sigurður Karlsson er sérfræðingur í kliniskri sálfræði. Hann hefur fjölbreytta reynslu innan og utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Greiningar eru sérsvið hans í starfi persona.is og líka þekking á því hvað er viðeigandi að gera allt eftir útkomunni úr greiningarferlinu. ADHD greiningar eru flestar. Víðtækt MMPI persónuleikapróf og ýmis próf á styrkleikum og veikleikum. Jón er einnig með víðtæka reynslu af vinnumarkaðsmálum, starfsendurhæfingu, EES-samstarfi o.fl. Hann hefur líka sótt sér þekkingu á sviði mannauðsmála, stjórnun, markþjálfunar o.fl.
www.persona.is
jon@persona.demo-site.is
Latest Posts
  • psychopath 1521669470 150x150 - Hugleiðingar við skólabyrjun 2008
  • e835b00a29f6043ecd0b470de7444e90fe76e7d718b717489df4c0 640 money 150x150 - Hugleiðingar við skólabyrjun 2008
  • work4 150x150 - Hugleiðingar við skólabyrjun 2008
  • no money 2070384 150 credit crisis 150x84 - Hugleiðingar við skólabyrjun 2008
Tags: börnnám

TengtGrein

e835b00a29f6043ecd0b470de7444e90fe76e7d718b717489df4c0 640 money e1521741250439 - Hugleiðingar við skólabyrjun 2008

Fjármálalæsi eftir hrun

29/10/2009
129113 1345 - Hugleiðingar við skólabyrjun 2008

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

07/01/2009

Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

Tölvuleikir geta verið uppbyggilegir

Einelti

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.