Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Kvíði

Feiminn þvagblaðra

Björn Harðarson eftir Björn Harðarson
13/05/2007
Í Kvíði
0
0
pee 1521745478 - Feiminn þvagblaðra

JetCarson / Pixabay

0
Deilingar
41
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Að eiga í erfiðleikum með að pissa á almenningssalernum eða “feiminn þvagblaðra” (shy bladder, bashful bladder, paruresis) eins og það hefur verið nefnt,  er frekar þekkt vandamál.  Hinsvegar er það kannski ekki vandamál sem mikið er talað um.  Þetta vandamál er venjulega flokkað sem félagslegur kvíði eða félagsfælni. 

Mælum með

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

Almenn Kvíðaröskun

Ótti við sjúkdóma (hypochondriasis/ health anxiety)

Fólk sem er með svokallaða “feimna þvagblöðru” þjáist oft af félagslegum kvíða við aðrar aðstæður en þó alls ekki alltaf.  Það sem einkennir einstaklinga sem þjást af þessu er að þeir eiga í erfiðleikum með að pissa í félagslegum aðstæðum eins og á almenningssalernum.  Það er reyndar mjög mismunandi hversu mikið blaðran er “feiminn“, og þá hversu mikið þetta vandamál truflar einstaklinginn í daglegu lífi.  Sumir eiga aðeins í erfiðleikum með að pissa þar sem þeir geta ekki lokað að sér, aðrir geta alls ekki pissað á almenningsklósetti og enn aðrir geta aðeins pissað heima hjá sér.  Í verstu tilfellum upplifir einstaklingurinn að hann geti aðeins pissað heima hjá sér þegar hann er algjörlega einn og með lokað og læst inn á klósett.  Ef við reynum að átta okkur á því hvað það er sem hefur áhrif á hvort einstaklingur með “feimna þvagblöðru” getur pissað eða ekki eru nokkur atriði sem mikilvægt er að skoða.  Það fyrsta er hvort eitthvað fólk er nálægt viðkomandi og ef svo er hverjir það eru og hversu marga er um að ræða.  Fjarlægðin sem fólk er frá einstaklingnum er mikilvægur áhrifaþáttur á það hvort fólk getur pissað eða ekki.  Hljóð getur líka haft áhrif, þar sem sumum finnst erfitt að pissa ef það er mikill skarkali meðan aðrir eiga auðveldara með að pissa í skarkala.  Það virðist líka sem mismunandi tilfinningasveiflur hafi áhrif á hvort fólk geti pissað en þar er kvíði lang algengasti áhrifaþátturinn.  Þar af leiðandi skiptir miklu máli fyrir einstaklinginn að ná að slaka nægjanlega á til að geta pissað. 

En hversvegna á fólk í erfiðleikum með að pissa? Hjá mörgum er ekki hægt að finna neina sérstaka skýringu á meðan aðrir geta rifjað upp gamla minningu eins og að hafa verið niðurlægð á meðan þau voru að pissa þegar þau voru börn. 

En áður en við fullyrðum að fólk sem á í erfiðleikum með að pissa sé með “feimna þvagblöðru” er mikilvægt að útiloka fyrst önnur líkamleg vandamál með blöðruna.  “Feiminn þvagblaðra” er eingöngu sálfræðilegt vandamál sem tengist því, að í ákveðnum félagslegum aðstæðum kemur sálrænt ástand í veg fyrir að fólk geti pissað.  Fólk getur verið mikið mál að pissa í mjög langan tíma eins og 16-20 tíma en nær ekki að pissa fyrr en það kemst í nægjanlegt næði.  Þessir sömu einstaklingar eiga síðan í engum vandræðum með að pissa í afslöppuðum aðstæðum þar sem ekkert fólk er nálægt.  Ef erfiðleikarnir eru í öllum aðstæðum er mjög líklega um líklamlegt vandamál að ræða. 

            Í Bandaríkjunum hefur borið á mikið af málum þar sem fólk hefur verið ranglega “dæmt” fyrir þetta vandamál.  Algengt er orðið á vinnustöðum, fangelsum og í öðrum aðstæðum að fólk þurfi að gefa þvagsýni til að útiloka neyslu.  Fólk með feimna þvagblöðru getur átt í miklum erfiðleikum með að gefa þvagsýni í þessum aðstæðum og hefur sem dæmi misst vinnu vegna erfiðleika við að gefa þvagsýni.  Þar sem erfitt hefur verið að greina á milli þess hverjir séu með feimna þvagblöðru og hverjir séu með “slæma samvisku” og vilja því ekki pissa, hafa staðir sem krefjast lyfjaprófanna oft verið hvattir til að breyta um aðferðir og nota frekar aðrar prófanir (munnvatn, hársýni, blóðprufur, o.s.frv.)

            Það getur verið mismunandi, eins og áður sagði, hversu mikið feimin þvagblaðra truflar fólk og hvort fólk þurfi að yfirvinna vandann.  Sú aðferð sem hefur reynst best við þessum vanda er byggð á hugrænni atferlismeðferð þar sem einstaklingurinn tekst smám saman á við “erfiðari” og “erfiðari” aðstæður við að pissa og yfirvinnur þannig vandann á mjög skömmum tíma.

 

 

 

Björn Harðarson

Sálfræðingur

Eygló Guðmundsdóttir

Sálfræðingur

 

 

  • Sérfræðingur
  • Hafa Samband
12235104 10153347968239624 2002791039830287132 n - Feiminn þvagblaðra
Björn Harðarson
Björn Harðarson hefur starfað sem sálfræðingur síðan 1998 og þar af á eigin stofu síðan 2002. Björn vinnu með helstu vandamál fullorðna eins og Kvíði, þunglyndi, sambönd og skilnaðir, sorg og missi, fíknir, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt
bjorn@persona.demo-site.is
loading - Feiminn þvagblaðra
Skilaboðin hafa verið send!!
×
12235104 10153347968239624 2002791039830287132 n - Feiminn þvagblaðra
Björn Harðarson
Björn Harðarson hefur starfað sem sálfræðingur síðan 1998 og þar af á eigin stofu síðan 2002. Björn vinnu með helstu vandamál fullorðna eins og Kvíði, þunglyndi, sambönd og skilnaðir, sorg og missi, fíknir, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt
bjorn@persona.demo-site.is
Latest Posts
  • eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee 150x150 - Feiminn þvagblaðra
  • ea37b50d2af2003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7164195f0c9 640 work addicted 150x150 - Feiminn þvagblaðra
  • 157672 5260 150x150 - Feiminn þvagblaðra
  • overweight 3018731 150 overweight 112x150 - Feiminn þvagblaðra
Tags: feiminn þvagblaðrakvíði

TengtGrein

eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee e1521917208384 - Feiminn þvagblaðra

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

15/07/2015
157672 5260 - Feiminn þvagblaðra

Almenn Kvíðaröskun

29/05/2009

Ótti við sjúkdóma (hypochondriasis/ health anxiety)

“að hoppa út í djúpu laugina” og meðferð við kvíða og fælni.

Íkveikjuæði

Útlitsröskun (Body Dysmorphic Disorder) og Michael Jackson

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.