Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Ofbeldi

Afleiðingar heimilisofbeldis: “battered wife syndrome”.

Björn Harðarson eftir Björn Harðarson
07/01/2009
Í Ofbeldi
0
0
model 2405074 150 violence - Afleiðingar heimilisofbeldis:  “battered wife syndrome”.
0
Deilingar
86
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Sjálfur á ég erfitt að þýða “battered wife syndrome” þetta heiti en möguleg þýðing gæti t.d. verið “makaofbeldisröskun” (“Battered spouse syndrome”, er einnig nefnt “Battered women syndrome” og “Battered wife syndrome”) og nota ég það hér eftir. Makaofbeldisröskun kom fyrst fram sem möguleg “röskun” í kringum 1970 og byggðist á klínískri athugun einnar manneskju, Dr. Leonore Walker.

Mælum með

Reiði og reiðistjórnun

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

Áfallið eftir innbrot

Mjög fljótlega varð þessi “röskun” frekar vinsæl hjá ákveðnum kvenréttindahreyfingum, þeim sem voru að berjast fyrir rétti þeirra sem beittir voru heimilisofbeldi. Sérstaklega var þetta hugtak notað í dómsmálum þar sem eiginkonur höfðu myrt eiginmenn sína eftir áralanga misnotkun og ofbeldi. Það fór í raun aldrei af stað nein vísindaleg rannsókn á “röskuninni” og þar af leiðandi hefur “greiningin” ekki fengið víðtæka viðurkenningu sálfræðinga og geðlækna. Greiningin hefur í raun aðallega orðið þekkt í dómsmálum og almenningur, sem þekkir hugtakið, virðist aðallega hafa heyrt það í sjónvarpsþáttum og myndum á borð við “The burning bed”. Einstaklingar með þessa umdeildu “röskun” eru helst líklegir til að vera greindir með áfallastreituröskun (Post Traumatic Stress Disorder).

Með sálfræðilegri og lögfræðilegri gagnrýni á “röskuninni” er þó ekki verið að draga úr því að heimilisofbeldi er víðtækt og alvarlegt vandamál. Heimilisofbeldi er því miður mjög algengt og talið algengasta ofbeldisvandamál samfélagsins. Það er hinsvegar mjög vel falið innan veggja heimilisins. Talið er að 2 milljónir manns (í Bandaríkjunum) verði fyrir makaofbeldi á hverju ári. Af þeim fórnarlömbum eru 95% konur og talið er að þriðjungur þeirra kvenna sem myrtar eru láta lífið að völdum maka síns. Talið er að aðeins um 10% heimilisofbeldis sé tilkynnt til lögreglu og rannsókn hefur gefið til kynna að 93% kvenna, sem eru fórnarlömb heimilisofbeldis, eru tilbúnar til að fyrirgefa gerandanum.

Misnotkun maka getur verið líkamlegt, andlegt og/eða kynferðisofbeldi. Niðurlæging er hluti af ofbeldinu og grunnurinn liggur í valdi og stjórn. Sá sem beitir ofbeldinu stjórnast af því valdi sem hann fær yfir maka sínum. Stjórnunin getur falist í því að stjórna hvað þú gerir, hvern þú hittir, fjárhagstjórnun, klæðaburður, svo eitthvað sé nefnt.

Makar (yfirleitt konur), sem uppfylla viðmið fyrir “makaofbeldisröskun”, eiga erfitt með að yfirgefa maka sinn, hræðast að hann muni drepa sig, hræðast að splundra fjölskyldunni, hræðast að ráða við það fjárhagslega að vera ein, og skortir sjálfstraustið til að yfirgefa maka sinn. Áralöng misnotkun hefur gert það að verkum að þær eru (upplifa sig) hjálparlausar, kvíðnar, þunglyndar og almennt hræddar. Þessar konur ímynda sér jafnvel að allt sé þeim að kenna og telja sig þá oft eiga ofbeldið skilið (þetta er oft sterkara hjá þeim konum sem alist hafa upp við ofbeldi auk heimilisofbeldisins). Það getur verið erfitt fyrir marga að skilja hversvegna fórnalambið fer ekki bara frá þeim sem beitir ofbeldinu, en athuganir hafa leitt í ljós að þegar fólk er í aðstæðum (heimilisofbeldi, fangabúðum eða öðrum aðstæðum) þar sem samskiptin einkennast bæði að blíðu og ofbeldi er erfiðara fyrir fórnarlamabið að sjá gerandann sem “alvondan”. Þá er líklegra að fórnarlambið fyllist meira hjálparleysi og missi með tímanum kraftinn til að bjarga sér úr aðstæðunum.

Til að uppfylla greiningunni “makaofbeldisröskun” þarf einstaklingur að fara að minnsta kosti í tvo hringi þar sem hver hringur hefur þrenns konar tímabil. Fyrst er talað um að “Spenna byggist upp” (tension building), sem einkennist af að fórnarlambið reynir allt til að koma í veg fyrir læti t.d. er “ofurelskuleg”, heldur sig í fjarlæg, gerir engar kröfur og stýrir umhverfinu eins mikið og hægt er svo eiginmaðurinn springi ekki. Næsta stig væri hægt að kalla “skyndilegt ofbeldi” (acute battering incident), sem einkennist af miklu ofbeldi og magnast upp, báðir aðilar réttlæta hegðunina og kenna um of mikilli vinnu eða drykkju frekar en einstaklingnum sjálfum. Í lok þessa stigs upplifir fórnarlambið oft einkenni áfallastreituröskunar, sem skýrir að hluta til að ef atburðurinn er tilkynntur til lögreglu er það fyrst tveim til þrem dögum eftir að hann gerðist. Að lokum kemur ástríkt stig (loving respite), oft nefnt “brúðkaupsferðarlaga-stig” (honeymoon phase), sem einkennist af eftirsjá, mikilli ást, nálægð og gjöfum. Báðir einstaklingar trúa því að ofbeldi muni ekki eiga sér stað aftur. Hinsvegar virðist það raunverulega vera þannig að ef skoðaðar eru hugmyndir eiginmannsins þá trúir hann því frekar að konan hans mun ekki hegða sér svona illa aftur, þ.e. muni ekki “æsa” hann upp í að beita hana ofbeldi aftur!!

Eins og áður var nefnt hefur “röskunin” verið lítið rannsökuð og auk þess er talið að erfitt sé að greina vandann frá öðrum þar sem einkennin gætu alveg verið einkenni annarra viðurkenndra kvilla. Þegar þessi staðreynd er skoðuð í samhengi við að greiningar sem þessar byggjast mikið til af “sjálfsprófun” (eigin frásögn), hefur það valdið vanda að greina á milli hvenær sé um rétta frásögn að ræða og hvenær er aðeins verið að forðast fangelsi.

Það er mikilvægt að leggja áherslu á að þeir sem gagnrýna makaofbeldisröskun, sem réttmæta röskun, eru alls ekki að draga úr vægi og áhrifum heimilisofbeldis. Gagnrýnin felur eingöngu í sér þá staðreynd að skortur er á rannsóknum sem geta staðfest hvort um sérstaka röskun sé að ræða og af þeim sökum getur verið erfitt að viðurkenna þessa röskun sem “vörn” þegar kemur að alvarlegum dómsmálum.

 

Björn Harðarson
sálfræðingur

  • Sérfræðingur
  • Hafa Samband
12235104 10153347968239624 2002791039830287132 n - Afleiðingar heimilisofbeldis:  “battered wife syndrome”.
Björn Harðarson
Björn Harðarson hefur starfað sem sálfræðingur síðan 1998 og þar af á eigin stofu síðan 2002. Björn vinnu með helstu vandamál fullorðna eins og Kvíði, þunglyndi, sambönd og skilnaðir, sorg og missi, fíknir, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt
bjorn@persona.demo-site.is
loading - Afleiðingar heimilisofbeldis:  “battered wife syndrome”.
Skilaboðin hafa verið send!!
×
12235104 10153347968239624 2002791039830287132 n - Afleiðingar heimilisofbeldis:  “battered wife syndrome”.
Björn Harðarson
Björn Harðarson hefur starfað sem sálfræðingur síðan 1998 og þar af á eigin stofu síðan 2002. Björn vinnu með helstu vandamál fullorðna eins og Kvíði, þunglyndi, sambönd og skilnaðir, sorg og missi, fíknir, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt
bjorn@persona.demo-site.is
Latest Posts
  • eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee 150x150 - Afleiðingar heimilisofbeldis:  “battered wife syndrome”.
  • ea37b50d2af2003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7164195f0c9 640 work addicted 150x150 - Afleiðingar heimilisofbeldis:  “battered wife syndrome”.
  • 157672 5260 150x150 - Afleiðingar heimilisofbeldis:  “battered wife syndrome”.
  • overweight 3018731 150 overweight 112x150 - Afleiðingar heimilisofbeldis:  “battered wife syndrome”.
Tags: heimilisofbeldiofbeldi

TengtGrein

angry 33059 150 angry - Afleiðingar heimilisofbeldis:  “battered wife syndrome”.

Reiði og reiðistjórnun

12/08/2010
151956 2909 - Afleiðingar heimilisofbeldis:  “battered wife syndrome”.

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

24/09/2008

Áfallið eftir innbrot

Raðmorð og íslenskur raunveruleiki

Kynferðisleg misnotkun á börnum

Reiði og ofbeldi

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.