Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Börn/Unglingar

Að kljást við netfíkn

Eyjólfur Örn Jónsson eftir Eyjólfur Örn Jónsson
08/11/2006
Í Börn/Unglingar, Fíkn
0
0
internet gaming 1521748822 - Að kljást við netfíkn

natureaddict / Pixabay

0
Deilingar
147
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Í ljósi aukinnar umræðu um netfíkn í fjölmiðlum undanfarið, ákvað ég að fara hér stuttlega yfir helstu áhættuatriði netfíknar.  Netfíkn er vandi sem hrjáir gjarnan ungt fólk og því geta vel upplýstir og undirbúnir foreldrar gripið inn í vandræðaástand áður en það ágerist. 

Mælum með

Vinnufíkn

Netfíkn (eldri grein)

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

Líkt og með svo margt annað, er best að vinna með vandann snemma.  Þegar um ungt fólk er að ræða hafa foreldrar ákveðna valdastöðu sem unnt er að nýta til meðferðar og þegar fólk er eldra, hafa ástvinir og ættingjar ákveðna stöðu sem hægt er að nýta til að vekja forfallinn einstakling til umhugsunar.  Það er því afar mikilvægt fyrir foreldra, vini og ættingja að læra að þekkja áhættueinkenni netfíknar.

Grunnskilgreining á netfíkn felst í því að um er að ræða tímaþjóf og því miða fræðimenn oft við það að þegar netnotkun hafi náð 38 tímum á viku sé orðið um alvarlegt vandamál að ræða.  Tími tölvunotkunar er því vissulega eitt fyrsta atriðið sem ber að fylgjast með.  Er einstaklingurinn sífellt að auka tölvunotkun sína á kostnað annarra athafna.  Þegar einstaklingur kýs ítrekað netið umfram aðrar athafnir sem voru honum mikilvægar áður, er hugsanlegt að um vandamál sé að ræða.  Mjög fljótlega getur slík hegðun undið upp á sig og haft áhrif á sjálfsmynd og félagsfærni einstaklingsins og þannig versnar vandinn smám saman.  En að sjálfsögðu viljum við grípa tímanlega inn í vandamálin og helst áður en þau verða of alvarleg og því er mikilvægt að fylgjast vel með og grípa inn í strax þegar okkur finnst hegðunin vera orðin óhófleg.  Gott er að fylgjast með hvort einstaklingurinn sé mjög upptekinn af netinu, hvort hann feli eða neiti að viðurkenna hve miklum tíma hann verji í tölvunni, sé farinn að ljúga um tölvunotkunina, segist eiga alla sína vini á netinu eða einungis spjalla við þá þar, finnist aðrar athafnir orðnar leiðinlegar og svo hvort einstaklingurinn verði óhóflega reiður eða pirraður þegar hann er truflaður við tölvunotkunina eða hún stoppuð.  Þessi atriði er hægt að sjá hjá einstaklingum sem ánetjast tölvunotkun áður en hún nær að verða það alvarleg að einstaklingurinn verji 38 tímum við tölvuna og því verður að hafa í huga að vandinn getur verið til staðar fyrr en því marki er náð.

Þegar einstaklingar byrja að ánetjast netinu er oftast um að ræða flóttahegðun þar sem þeir flýja óþægilegar aðstæður í raunveruleikanum og finna betri veru í andlitslausu umhverfi netheima.  Atriði sem geta leitt til aukinnar tölvunotkunar eru félagsfælni, lágt sjálfsmat, einmannaleiki og samskiptavandamál eins og hjónabandserfiðleikar, einelti og langvarandi veikindi eða einangrun.  Það er því mikilvægt að fólk fylgist með hvort börn þeirra eigi í erfiðleikum í skóla eða utan hans og grípi inn í ef vandamál skapast í umhverfi þeirra.  Þegar börn hætta skyndilega að vilja mæta í skóla, einkunnir lækka og þau hætta að vilja taka þátt í íþróttum og öðrum utanskóla athöfnum eru það allt þættir sem geta bent til þess að barninu líði illa og geta svo leitt til þess að það flýr á netið.  Þegar barnið hefur svo eitt sinn flúið á netið ýkist hegðunin gjarnan sem á undan gekk og það hættir nánast alfarið að mæta í skóla, læra eða sinna utanskólaáhugamálum.  Allt of oft velja foreldrar að líta undan og láta börnin útkljá málin sín á milli en nú til dags í harðnandi heimi getur slíkt hæglega reynst börnum um megn.  Börnin geta í raun lært að takast á við slík vandamál með því að fara að fordæmi foreldranna og því er mikilvægt að þau sýni þeim rétta hegðun í verki. 

Umræða, eins og sú sem hefur farið fram undanfarið, getur vakið fólk til umhugsunar og vonandi haft jákvæð áhrif á þróun þessa mála.  Það er því mikilvægt að foreldrar hvetji börnin sín til dáða og kenni þeim að umgangast tölvur af hófsemi. 

Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur

  • Sérfræðingur
  • Hafa samband
1796700 512116508905143 140974296 n - Að kljást við netfíkn
Eyjólfur Örn Jónsson
Eyjólfur Örn lauk meistaragráðu í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2005. Í náminu starfaði Eyjólfur með ungu fólki í Danmörku og þegar að hann kom aftur til Íslands haustið 2005 hóf hann störf á eigin stofu hjá sálfræðistofum Persona.is. Í nokkur ár sá hann einnig um að skrifa greinar fyrir Persona.is og Fréttablaðið um ýmis sálfræðitengd efni og um stutt skeið sá hann um ritstjórn Persona.is vefsins. Eyjólfur kenndi eitt ár við Kennaraháskóla Íslands um Áhættuhegðun unglinga og forvarnir og hefur á síðustu árum eftir sameiningu skólanna tekið þátt í kennslu um sama efni við Háskóla Íslands. Frá útskrift hefur Eyjólfur flutt fjölda fyrirlestra um land allt um hin ýmsu efni. Fljótlega eftir útskrift fór Eyjólfur að sérhæfa sig í að vinna með vandamál er tengdust internetinu með einum eða öðrum hætti. Samhliða því hóf Eyjólfur að flytja fyrirlestra um ofnotkun netsins fyrir foreldra, börn og fagfólk til þess að vekja athygli á ört vaxandi vandamáli.
www.persona.is
eyjolfur@persona.demo-site.is
loading - Að kljást við netfíkn
Skilaboðin hafa verið send!
×
1796700 512116508905143 140974296 n - Að kljást við netfíkn
Eyjólfur Örn Jónsson
Eyjólfur Örn lauk meistaragráðu í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2005. Í náminu starfaði Eyjólfur með ungu fólki í Danmörku og þegar að hann kom aftur til Íslands haustið 2005 hóf hann störf á eigin stofu hjá sálfræðistofum Persona.is. Í nokkur ár sá hann einnig um að skrifa greinar fyrir Persona.is og Fréttablaðið um ýmis sálfræðitengd efni og um stutt skeið sá hann um ritstjórn Persona.is vefsins. Eyjólfur kenndi eitt ár við Kennaraháskóla Íslands um Áhættuhegðun unglinga og forvarnir og hefur á síðustu árum eftir sameiningu skólanna tekið þátt í kennslu um sama efni við Háskóla Íslands. Frá útskrift hefur Eyjólfur flutt fjölda fyrirlestra um land allt um hin ýmsu efni. Fljótlega eftir útskrift fór Eyjólfur að sérhæfa sig í að vinna með vandamál er tengdust internetinu með einum eða öðrum hætti. Samhliða því hóf Eyjólfur að flytja fyrirlestra um ofnotkun netsins fyrir foreldra, börn og fagfólk til þess að vekja athygli á ört vaxandi vandamáli.
www.persona.is
eyjolfur@persona.demo-site.is
Latest Posts
  • anorexia 1521748324 150x150 - Að kljást við netfíkn
  • internet addiction 1521748438 150x150 - Að kljást við netfíkn
  • shy 1521748553 150x150 - Að kljást við netfíkn
  • ptsd 1521748704 150x150 - Að kljást við netfíkn
Tags: netfikn

TengtGrein

ea37b50d2af2003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7164195f0c9 640 work addicted - Að kljást við netfíkn

Vinnufíkn

15/10/2009
facebook 3245862 150 internet - Að kljást við netfíkn

Netfíkn (eldri grein)

07/01/2009

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

Tölvuleikir geta verið uppbyggilegir

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.