Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Kvíði

Félagsfælni

Eyjólfur Örn Jónsson eftir Eyjólfur Örn Jónsson
08/11/2006
Í Kvíði
0
0
shy 1521748553 - Félagsfælni

Free-Photos / Pixabay

0
Deilingar
127
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Á sumrin fer fólk að sækja meira í það að vera sem mest úti að njóta veðurblíðunnar.  Miðbærinn fyllist af fólki og um hverja helgi býr fólk til ástæðu að fara úr bænum og njóta sveitasælunnar í góða veðrinu.  Fyrir flestum er þetta því indæll tími, fullur af skemmtilegum stundum með vinum og vandamönnum, en fyrir öðrum er þetta hrikaleg þolraun.  Sumt fólk á nefnilega við þann vanda að stríða að vera óstjórnlega feimið og óöruggt þannig að það getur ómögulega hugsað sér að taka þátt í félagslegum viðburðum eða umgangast fólk yfir höfuð. 

Mælum með

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

Almenn Kvíðaröskun

Ótti við sjúkdóma (hypochondriasis/ health anxiety)

Flest upplifum við einhvern vott af kvíða af og til og í sumum tilfellum jafnvel daglega en náum þó oftast tökum á honum án vandkvæða.  Fyrir ákveðnum hópi fólks verður þessi kvíði þó óstjórnlegur og veldur því að það dregur sig í hlé og forðast það sem vekur hjá því kvíða.  Þegar fólk fer að forðast hluti með þessum hætti er hægt að tala um að fælni hafi myndast.  Fælni getur myndast við ýmsum hlutum og kannast líklega flestir við köngulóafælni, lofthræðslu og innilokunarkennd en algengust allra er þó félagsfælnin.  Félagsfælni felur í sér að fólk óttast félagslegar aðstæður og dregur sig úr slíkum aðstæðum.  Fólk sem þjáist af félagsfælni óttast að það geri eitthvað sem verði því til skammar í félagslegum aðstæðum og verður því ofurmeðvitað um sjálft sig í slíkum aðstæðum.  Í stað þess að taka þátt í samræðum og njóta augnabliksins, einblínir þetta fólk á sjálft sig og hvernig það komi fyrir sjónir.  Það verður mjög sjálfsgagnrýnið á allt sem það segir og gerir og hefur miklar áhyggjur af því að hafa orðið sér til skammar, þó svo að það hafi í raun ekki gert eða sagt neitt sem gæti hafa valdið því.  Þetta gerir það, að sjálfsögðu, að verkum að það verður líklegra að fólkið taki eftir smávægilegum breytingum í líkamanum eins og roða, svita eða auknum hjartslætti og ímyndar sér þá að þar sem það taki eftir þessu hljóti allir aðrir einnig að gera það og að þau hljóti að líta út eins og verstu aumingjar.  Þessi mikla innskoðun og rangtúlkun á áliti annarra veldur því svo enn fremur að fólkinu hættir til að mismæla sig eða stama og hefur þá framkallað vítahring fyrir sjálft sig.  Eftir að hafa lent í svona aðstæðum styrkist því óttinn við félagslegar aðstæður og hvötin til að draga sig í hlé og forðast að umgangast aðra eykst. 

Rannsóknir hafa sýnt að algengi félagsfælni sé á bilinu 5-15% og því þriðja algengasta geðræna vandamálið á eftir þunglyndi og alkohólisma.  Miðað við þessar tölur má því ætla að á bilinu 15 – 45.000 íslendingar þjáist af félagsfælni.  Félagsfælni er mjög oft falin og uppgötvast ekki en nokkuð algengara hefur verið að hún greinist hjá karlmönnum.  Þessi kynjamunur kann þó að vera misvísandi þar sem hugsanleg skýring á þessu sé sú að karlmenn hafa lengi sinnt störfum þar sem þeir hafa frekar þurft að takast á við félagslegar aðstæður og því frekar þurft að leita sér aðstoðar.  Þetta kann því einnig að hafa áhrif á rannsóknir á algengi þar sem ótal konur kunna að þjást af þessum vanda án þess að gera neitt í því.  Ef mann grunar að maður þjáist af félagsfælni er afar mikilvægt að takast á við fælnina með því að afla sér upplýsinga og leita sér hjálpar þar sem fælninni hættir til að vinda upp á sig og versna ef ekkert er að gert.

Félagsfælni hefur fjölmörg einkenni, bæði andleg og líkamleg.  Andlegu einkennin eru ofsafenginn ótti við að takast á við félagslegar aðstæður og vera miðpunktur athyglinnar.  Óttinn veldur svo líkamlegum einkennum eins og roða, skjálfta, svita, svima, köfnunartilfinning, ógleði og stami. Oft hefur fólk sem þjáist af vandamálum eins og þunglyndi, vímuefnamisnotkun og átröskunum átt sögu af félagsfælni og er því hugsanlegt að án íhlutunar geti hún orsakað slík vandamál.

Ekki má gleyma því að margir geta fengið snert af félagsfælni eftir að hafa verið í talsverðri einangrun eins og til dæmis að hafa verið að læra mikið eða bara ekki verið duglegt við að taka þátt í félagslegum viðburðum.  Oftast er hægt að losa sig við slíka væga félagsfælni með því að plana að gera eitthvað með vinum sínum eða fara eitthvert þar sem maður þarf að tala við fólk, vanda sig við að horfast í augu við fólk þegar maður er í samræðum og einbeita sér á að hlusta á hvað fólk hefur að segja og njóta augnabliksins.  Oft þegar maður er orðinn svolítið félagslega einangraður verður maður hálfpartinn að pína sig til að fara út á meðal fólks, þar sem það getur orðið allt of þægilegt að vera bara heima og losna við að eiga í samskiptum við fólk.  Að eiga samskipti við aðra hæfileiki sem hægt er að æfa og eins og með allt sem þarfnast æfingar er gott að halda sér í formi.  Eftir því sem maður æfir sig því færari verður maður og þar að leiðandi sjálfsöruggari.  Ef félagsfælnin er þó orðin umfangsmeiri en svo að einfalt sé að vinna á henni er mikilvægt að fræða sig um vandann og leita sér svo hjálpar hjá fagaðila.

 

Eyjólfur Örn Jónsson
Sálfræðingur

  • Sérfræðingur
  • Hafa samband
1796700 512116508905143 140974296 n - Félagsfælni
Eyjólfur Örn Jónsson
Eyjólfur Örn lauk meistaragráðu í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2005. Í náminu starfaði Eyjólfur með ungu fólki í Danmörku og þegar að hann kom aftur til Íslands haustið 2005 hóf hann störf á eigin stofu hjá sálfræðistofum Persona.is. Í nokkur ár sá hann einnig um að skrifa greinar fyrir Persona.is og Fréttablaðið um ýmis sálfræðitengd efni og um stutt skeið sá hann um ritstjórn Persona.is vefsins. Eyjólfur kenndi eitt ár við Kennaraháskóla Íslands um Áhættuhegðun unglinga og forvarnir og hefur á síðustu árum eftir sameiningu skólanna tekið þátt í kennslu um sama efni við Háskóla Íslands. Frá útskrift hefur Eyjólfur flutt fjölda fyrirlestra um land allt um hin ýmsu efni. Fljótlega eftir útskrift fór Eyjólfur að sérhæfa sig í að vinna með vandamál er tengdust internetinu með einum eða öðrum hætti. Samhliða því hóf Eyjólfur að flytja fyrirlestra um ofnotkun netsins fyrir foreldra, börn og fagfólk til þess að vekja athygli á ört vaxandi vandamáli.
www.persona.is
eyjolfur@persona.demo-site.is
loading - Félagsfælni
Skilaboðin hafa verið send!
×
1796700 512116508905143 140974296 n - Félagsfælni
Eyjólfur Örn Jónsson
Eyjólfur Örn lauk meistaragráðu í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2005. Í náminu starfaði Eyjólfur með ungu fólki í Danmörku og þegar að hann kom aftur til Íslands haustið 2005 hóf hann störf á eigin stofu hjá sálfræðistofum Persona.is. Í nokkur ár sá hann einnig um að skrifa greinar fyrir Persona.is og Fréttablaðið um ýmis sálfræðitengd efni og um stutt skeið sá hann um ritstjórn Persona.is vefsins. Eyjólfur kenndi eitt ár við Kennaraháskóla Íslands um Áhættuhegðun unglinga og forvarnir og hefur á síðustu árum eftir sameiningu skólanna tekið þátt í kennslu um sama efni við Háskóla Íslands. Frá útskrift hefur Eyjólfur flutt fjölda fyrirlestra um land allt um hin ýmsu efni. Fljótlega eftir útskrift fór Eyjólfur að sérhæfa sig í að vinna með vandamál er tengdust internetinu með einum eða öðrum hætti. Samhliða því hóf Eyjólfur að flytja fyrirlestra um ofnotkun netsins fyrir foreldra, börn og fagfólk til þess að vekja athygli á ört vaxandi vandamáli.
www.persona.is
eyjolfur@persona.demo-site.is
Latest Posts
  • anorexia 1521748324 150x150 - Félagsfælni
  • internet addiction 1521748438 150x150 - Félagsfælni
  • shy 1521748553 150x150 - Félagsfælni
  • ptsd 1521748704 150x150 - Félagsfælni
Tags: félagsfælnikvíði

TengtGrein

eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee e1521917208384 - Félagsfælni

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

15/07/2015
157672 5260 - Félagsfælni

Almenn Kvíðaröskun

29/05/2009

Ótti við sjúkdóma (hypochondriasis/ health anxiety)

“að hoppa út í djúpu laugina” og meðferð við kvíða og fælni.

Íkveikjuæði

Feiminn þvagblaðra

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.