Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Fíkn

Netfíkn

Eyjólfur Örn Jónsson eftir Eyjólfur Örn Jónsson
08/11/2006
Í Fíkn
0
0
internet addiction 1521748438 - Netfíkn

Alexas_Fotos / Pixabay

0
Deilingar
127
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Internetinu hefur verið hampað sem einni merkustu uppfinningu allra tíma og skákað hlutum eins og símanum, sjónvarpinu, bílnum og flugvélinni.  Internetið hefur nefnilega þann merkilega eiginleika að geta verið allt fyrir alla og það er ekki auðvelt afrek.  Þetta þýðir að sjálfsögðu að þangað getur fólk sótt allt sem það vill og telur sig þarfnast og því getur það auðveldlega talið sér trú um að ekki sé þörf á neinu fleiru því netið er nánast ótæmandi.

Mælum með

Vinnufíkn

Netfíkn (eldri grein)

Yfirlit um vímuefni

Mikil vakning hefur verið á öllu sem tengist netnotkun að undanförnu.  Mikið hefur, til dæmis, verið fjallað um siðferði á netinu og foreldrar verið hvattir til þess að fylgjast nánar með börnunum sínum og því sem þau gera á netinu.  Þessi mikla tækninýjung, sem gjörbylt hefur samfélaginu á stuttum tíma, hefur nefnilega sínar skuggahliðar.  Í hinu andlitslausa samfélagi internetsins leynast ótal gildrur og illmenni og er því afar mikilvægt að vara yngstu kynslóðina við og kenna þeim rétt handtök.  En það eru ekki eingöngu illmennin og gildrurnar sem ber að varast heldur er á internetinu einnig um aðra og jafnvel stærri vá að ræða.  Ofnotkun á internetinu eða Netfíkn hefur gert vart við sig í auknum mæli og stráfellir fólk um allan heim.  Hóflegar tölur benda til þess að af þeim sem nota internetið reglulega, muni um 10% ánetjast notkuninni.  Samkvæmt nýjustu tölum hagstofunnar þýðir þetta að búast má við að um 26.000 íslendingar eigi á hættu að ánetjast netnotkun.  Þróun netfíknar er einnig ískyggilega hröð og hraðari en með aðrar viðurkenndari fíknir, en um 86% ánetjast netinu á fyrsta ári. 

Á síðustu árum hafa ótal rannsóknir verið framkvæmdar til þess að skilja netið betur og kanna hvort notkun þess sé jafn æskileg og talið hefur verið.  Þessar rannsóknir hafa sýnt að almennt er netið ansi langt frá því að vera eins gott og það virðist.  Meðal þess sem haldið hefur verið fram um netið, er að það sé afbragðs námstæki og er því beinlínis farið að setja kröfu á börn að þau eignist og noti tölvur í skólum.  Rannsóknir hafa aftur á móti sýnt fram á að í raun eykur netið ekki kunnáttu eða þekkingu heldur truflar kennslu og gerir börn eirðarlaus við nám.  Nýleg dönsk rannsókn sýndi að 10% skólabarna í 8-10 bekk eiga í vandræðum með nám vegna tölvunotkunar sinnar.

Hér á Íslandi hömpum við því oft að við séum ein tæknivæddasta þjóð veraldar.  Tölvur eru til á flestum heimilum landsins, oft í hverju herbergi, og sömuleiðis háhraða internettengingar.  Tölvukennsla hefst oft í leikskólum og í menntaskólum er það orðin algeng krafa að unglingar beinlínis þurfi að hafa tölvur til að sinna náminu.  En samhliða þessari aukningu á tölvum hefur einnig aukist að krakkar missi stjórn á tölvunotkun sinni og foreldrar þurfi að leita aðstoðar fyrir þau. 

Skóli og vinna gera miklar kröfur til fólks og geta því bæði verið erfið og leiðigjörn, þá er auðvelt að láta glepjast af gylliboðum tölvunnar.  Tölvan er mikill tímaþjófur og fyrr en varir er fólk farið að verja tugum klukkustunda á viku fyrir framan skjáinn.  Þessi mikli tími krefst þess að eitthvað víki úr lífinu og þá er það yfirleitt tími með vinum og fjölskyldu sem fær fyrst að fjúka.  Þegar byrjað er að fórna hlutum fyrir tölvuna, vindur notkunin hratt upp á sig og með auknum tíma þarf að færa fleiri fórnir.  Ekki er óalgengt að hitta eða heyra um fólk sem eyðir meira en 50 klukkustundum fyrir framan tölvuna og í ýktustu dæmunum ver fólk rúmlega 100 tímum þar.  Þegar svo er komið er fólk búið að færa ótal fórnir fyrir notkunina og á því oft mjög erfitt með að hætta.  Það hefur brennt svo margar brýr að baki sér og misst svo mikið af félagsfærni sinni að það hreinlega kann ekki að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.

Afar mikilvægt er að fólk verði meðvitað um þennan vanda og passi sig og sína nánustu.  Fylgist endilega með því hvað þið og börnin ykkar eruð að gera á netinu en fylgist einnig með hve miklum tíma þið verjið þar.  Þegar 38 stundir eða meir hverfa fyrir framan tölvuskjá án þess að það sé vinnutengt eða tölvunotkunin er á kostnað annarra hluta í lífinu eins og vina, skóla eða áhugamála er mikilvægt að líta aðeins á forgangsröðunina og breyta til.  Leggið til dæmis stund á útivist og hreyfingu og hvetjið börnin ykkar til að gera slíkt hið sama.  Það getur verið gott og mikilvægt í nútíma samfélagi að kunna á og nota tölvur en öllu þarf að stilla í hóf.

 

Eyjólfur Örn Jónsson
Sálfræðingur

  • Sérfræðingur
  • Hafa samband
1796700 512116508905143 140974296 n - Netfíkn
Eyjólfur Örn Jónsson
Eyjólfur Örn lauk meistaragráðu í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2005. Í náminu starfaði Eyjólfur með ungu fólki í Danmörku og þegar að hann kom aftur til Íslands haustið 2005 hóf hann störf á eigin stofu hjá sálfræðistofum Persona.is. Í nokkur ár sá hann einnig um að skrifa greinar fyrir Persona.is og Fréttablaðið um ýmis sálfræðitengd efni og um stutt skeið sá hann um ritstjórn Persona.is vefsins. Eyjólfur kenndi eitt ár við Kennaraháskóla Íslands um Áhættuhegðun unglinga og forvarnir og hefur á síðustu árum eftir sameiningu skólanna tekið þátt í kennslu um sama efni við Háskóla Íslands. Frá útskrift hefur Eyjólfur flutt fjölda fyrirlestra um land allt um hin ýmsu efni. Fljótlega eftir útskrift fór Eyjólfur að sérhæfa sig í að vinna með vandamál er tengdust internetinu með einum eða öðrum hætti. Samhliða því hóf Eyjólfur að flytja fyrirlestra um ofnotkun netsins fyrir foreldra, börn og fagfólk til þess að vekja athygli á ört vaxandi vandamáli.
www.persona.is
eyjolfur@persona.demo-site.is
loading - Netfíkn
Skilaboðin hafa verið send!
×
1796700 512116508905143 140974296 n - Netfíkn
Eyjólfur Örn Jónsson
Eyjólfur Örn lauk meistaragráðu í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2005. Í náminu starfaði Eyjólfur með ungu fólki í Danmörku og þegar að hann kom aftur til Íslands haustið 2005 hóf hann störf á eigin stofu hjá sálfræðistofum Persona.is. Í nokkur ár sá hann einnig um að skrifa greinar fyrir Persona.is og Fréttablaðið um ýmis sálfræðitengd efni og um stutt skeið sá hann um ritstjórn Persona.is vefsins. Eyjólfur kenndi eitt ár við Kennaraháskóla Íslands um Áhættuhegðun unglinga og forvarnir og hefur á síðustu árum eftir sameiningu skólanna tekið þátt í kennslu um sama efni við Háskóla Íslands. Frá útskrift hefur Eyjólfur flutt fjölda fyrirlestra um land allt um hin ýmsu efni. Fljótlega eftir útskrift fór Eyjólfur að sérhæfa sig í að vinna með vandamál er tengdust internetinu með einum eða öðrum hætti. Samhliða því hóf Eyjólfur að flytja fyrirlestra um ofnotkun netsins fyrir foreldra, börn og fagfólk til þess að vekja athygli á ört vaxandi vandamáli.
www.persona.is
eyjolfur@persona.demo-site.is
Latest Posts
  • anorexia 1521748324 150x150 - Netfíkn
  • internet addiction 1521748438 150x150 - Netfíkn
  • shy 1521748553 150x150 - Netfíkn
  • ptsd 1521748704 150x150 - Netfíkn
Tags: netfiknNetið

TengtGrein

ea37b50d2af2003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7164195f0c9 640 work addicted - Netfíkn

Vinnufíkn

15/10/2009
facebook 3245862 150 internet - Netfíkn

Netfíkn (eldri grein)

07/01/2009

Yfirlit um vímuefni

Áfengis- og vímuefnaneysla unglinga

Að kljást við netfíkn

Sjúklegt fjárhættuspil

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.