Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Annað Streita

Vinnutengd streita

Persona.is eftir Persona.is
29/12/2006
Í Streita, Vinnan
0
0
vinnastress1 - Vinnutengd streita
0
Deilingar
70
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Streita er eðlilegt viðbragð manneskju við atburðum sem hún skynjar sem hættulega eða ógnandi á einhvern hátt. Streituviðbragðið gerir fólki kleift að laga sig að nýjum aðstæðum og bregðast hratt við ef þörf er á og er því í raun lífsnauðsynlegt. Streita er því ekki öll slæm streita.

Mælum með

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

Vinnufíkn

Kulnun í starfi

Það er til dæmis gott að vera hæfilega stressaður ef maður þarf að skila af sér mikilvægu verkefni í vinnunni. Það verður til þess að maður einbeitir sér frekar að verkefninu og lætur ekki trufla sig þar til því er lokið. Það er ekki gott að vera of afslappaður eða áhyggjulaus því þá kemur maður hugsanlega engu í verk. Á hinn bóginn er heldur ekki gott að vera of stressaður því þá er hætta á að fólki verði lítið úr verki.
Helstu lífeðlislegu einkennin sem streita hefur í för með sér eru aukið magn streituhormóna, hraðari hjartsláttur og aukin vöðvaspenna. Streita hefur líka áhrif á hugarfarið og getur gert fólk fjandsamlegt öðrum. Svo lengi sem þessi streitueinkenni eru ekki viðvarandi en ganga hratt yfir eru þau skaðlaus en þegar þau vara í langan tíma geta þau haft neikvæð áhrif á heilsu manna. Langvarandi streita getur orsakað hjartasjúkdóma, háan blóðþrýsting, meltingartruflanir, langvarandi þreytu, höfuðverki, bakverki, svefnleysi, pirring og einbeitingarleysi svo nokkur dæmi séu nefnd. Helsta ástæðan fyrir því að streita verður viðvarandi er að það er eitthvað í nánasta umhverfi fólks sem truflar og því finnst að ætti að vera öðruvísi. Þetta geta til dæmis verið veikindi í fjölskyldu, mikið vinnuálag eða óöruggt umhverfi.
Vinnutengda streitu er hægt að skilgreina sem samsafn aðstæðna í vinnu sem valda flestum streitu, til dæmis of mörg verkefni miðað við þann tíma sem er til umráða ásamt vaxandi gagnrýni eða óþolinmæði frá yfirmönnum. Vinnutengda streitu er líka hægt að skilgreina sem streituna sem hver og einn upplifir í vinnu, til dæmis hvort viðkomandi hefur reynslu eða menntun til að sinna starfinu. Almennt er vinnutengd streita þó skilgreind sem samspil vinnuaðstæðna og eiginleika starfsmanns sem verður til þess að starfsmanni finnst hann ekki geta staðið undir þeim kröfum sem starfið gerir til hans og að hann komi ekki til með að ráða við starfið.
Það eru aðallega tvenns konar orsakir fyrir ofstreitu í vinnu. Í fyrsta lagi orsakir sem finna má í vinnuumhverfinu eins og samskiptavandi, upplýsingatregða, ófullnægjandi endurgjöf eða ótryggt vinnuumhverfi. Í öðru lagi orsakir sem finna má hjá starfsfólkinu sjálfu og eru stundum mjög einstaklingsbundin vandamál.  Það getur til dæmis verið streituvaldandi fyrir þann sem finnst hann eiga að mæta á réttum tíma í vinnuna á hverjum morgni að koma korteri of seint.
Oft er hægt að lagfæra vinnuaðstæður og gera þær þannig að þær valdi ekki ofstreitu hjá starfsfólki. Það er til dæmis hægt að tryggja að hver og einn viti nákvæmlega hvert hlutverk hans er á vinnustaðnum og hver stefna fyrirtækisins er, það dregur úr óvissu og streitu vegna hennar. Stundum er þó ekki hægt að gera breytingar á þennan hátt, það felst einfaldlega í vinnunni að það er mikið að gera og fólk þarf að vinna undir miklu álagi. Sumir þrífast vel í þess háttar umhverfi en aðrir eiga erfitt með að aðlaga sig.
Þá skipta viðhorf og hugsanir um þær aðstæður sem fólk lendir í öllu máli. Jafnvel þó fólk telji að vinnuálag valdi streitu, þá gleymist stundum eða er ekki vitað að vinnuálagið er ekki bein orsök streitunnar, heldur hvernig hugsað er um aðstæður sem koma upp í vinnu eða þær túlkaðar. Þegar svo háttar er lykilatriði að reyna að breyta hugsunum og viðhorfi til aðstæðna og gera þær minna streituvaldandi á þann hátt.
Virk slökun, gott mataræði og hæfileg hreyfing eru einnig lykilatriði í að takast á við streitu. Aðrar miður góðar aðferðir eru ofát, óhófleg áfengisneysla, reykingar og sjónvarpsgláp. Þær gera einungis illt verra og þó það geti hjálpað í stuttan tíma að slaka á með því að fá sér drykk eða sígarettu þá hefur það skaðleg áhrif til langs tíma.


Eggert S. Birgisson, sálfræðingur
eggert@persona.demo-site.is

 

Tags: streitavinnusálfræði

TengtGrein

eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee e1521917208384 - Vinnutengd streita

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

15/07/2015
ea37b50d2af2003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7164195f0c9 640 work addicted - Vinnutengd streita

Vinnufíkn

15/10/2009

Kulnun í starfi

Atvinnuleysi og (van)líðan

Streitustjórnun á erfiðum tímum

Þunglyndi á vinnustað

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.