Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Annað Áföll

Áfallið eftir innbrot

Björn Harðarson eftir Björn Harðarson
07/08/2006
Í Áföll, Ofbeldi
0
0
burglary 1521749180 - Áfallið eftir innbrot

TheDigitalWay / Pixabay

0
Deilingar
19
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Flestir ganga í gegnum einhver óþægindi eftir innbrot, en það er þó mismunandi eftir fólki og eðli innbrotsins hversu mikil óþægindin eru og hversu lengi þau vara.  Fyrstu viðbrögð eru oft þau að fólk á erfitt með að trúa að innbrot hafi átt sér stað, sem þróast oft yfir í mikla reiði, pirring og hræðslu. 

Mælum með

Reiði og reiðistjórnun

Afleiðingar heimilisofbeldis: “battered wife syndrome”.

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

Sumir eru alveg rólegir í fyrstu, á meðan einstaka fólk fær mjög mikið áfall.  Þessum viðbrögðum fólks, eftir innbrot, hefur verið skipt niður í þrjú stig, það fyrsta á sér stað fyrstu dagana eftir innbrotið og þá eru viðbrögðin t.d. hræðsla, og margir upplifa þá tilfinningu um að innbrotsþjófurinn hafi þröngvað sér inn í einkalíf og friðhelgi þess.  Á þessu stigi á fólk oft erfitt með að losna við hugsunina um innbrotið úr huga sínum.  Um 65% finna ennþá fyrir þessum tilfinningum 4-10 vikum seinna auk þess að finna fyrir stöðugu öryggisleysi.  Lítill hluti fólks missir almenna trú á fólki yfirleitt, á í miklum svefnerfiðleikum og finnst allar eigur sínar vera skítugar og ógeðfelldar.  Á þessum tíma er fólk á svokölluðu miðstigi, það reynir að ná stjórn aftur með því að vinna með lögreglunni, komast að því hverju var stolið, fá bætur frá tryggingafélagi, setja upp lása, króka og viðvörunarkerfi svo eitthvað sé nefnt.  Á þessum tíma er fólk líka að leita skýringa á verknaðinum, t.d.: ”afhverju braust innbrotsþjófurinn inn”; ”afhverju ég”; ”afhverju braut hann hluti eða ekki”; ”afhverju tók hann þetta og ekki hitt”.  Fólk fer oft að gruna alla í kringum sig, vini, blaðberann, sölumanninn sem kom vikuna áður, osfrv. og finnst jafnvel að allir í kringum sig hafi slæmar áætlanir, þ.e. hafi áform um að gera þeim eitthvað slæmt. Þriðja stigið er svo þegar fólk reynir að koma lífi sínu aftur í eðlilegt horf, t.d. með því að fara í burtu af heimilinu í styttri og lengri tíma.

Þegar skoðað er hverjir eiga erfiðara með að komast yfir atburð eins og þennan,  þá virðist það oft vera fólk sem fyrir innbrotið hefur fundið meira fyrir ákveðnu öryggisleysi en aðrir, eins og t.d. þeir sem búa einir, ekkjufólk, osfrv.  Það fer líka eftir innbrotinu sjálfu, t.d hefur það meiri áhrif ef að tilfinningalegum hlutum er stolið frekar en dýrum hlutum.  Stór hluti af ástæðu þess að innbrot á heimili valda oft miklum andlegum erfiðleikum, er sá að heimilið er staður sem við tengjum við öryggi. Við ráðum hverjir koma inn og hverjir ekki, heimilið er okkar einkasvæði tengdur minningum og tilfinningum og þegar brotist er inn missum við oft þessa tilfinningu um öryggiskennd, sem heimilið á að veita okkur og einkamál okkar virðast vera orðin opin almenningi.  Öryggisleysið tengist oft líka því að þótt flest innbrot eigi sér stað þegar enginn er heima, og án ofbeldis, tengir fólk innbrot mjög oft við eitthvað sem gerist þegar það er sofandi og varnalaust og í huganum imyndar fólk sér oft á tíðum að innbroti fylgi yfirleitt ofbeldi af völdum innbrotsþjófsins.

            Það getur verið einstaklingbundið hvað fær fólk til að finna fyrir öryggi aftur og ná að vinna sig úr áhrifum innbrotsins.  Það sem oft virkar best er að gera ráðstafanir til að gera heimilið öruggara og tryggja sig betur fyrir innbrotum, hvort sem um er að ræða lása, tryggingar, meira eftirlit eða annað.  Auk þess virðist það virka vel að gera smá grín að atburðinum, skoða vel hver áhrif innbrotsins höfðu á aðra meðlimi fjölskyldunnar, og reyna að finna jákvæðni í þessarri neikvæðu og erfiðu reynslu svo eitthvað sé nefnt.  Það er mjög mikilvægt að fá stuðning frá vinum og fjölskyldu og að allir vinni saman að því að koma lífinu í fastar skorður aftur.  Það sem mikilvægast er, er að hver og einn finni út hvað veiti þeim meiri öryggiskennd þannig að hægt sé að fara lifa lífinu aftur án þess að finna fyrir stöðuðum kvíða og hræðslu. 

 

Björn Harðarson

sálfræðingur 

  • Sérfræðingur
  • Hafa Samband
12235104 10153347968239624 2002791039830287132 n - Áfallið eftir innbrot
Björn Harðarson
Björn Harðarson hefur starfað sem sálfræðingur síðan 1998 og þar af á eigin stofu síðan 2002. Björn vinnu með helstu vandamál fullorðna eins og Kvíði, þunglyndi, sambönd og skilnaðir, sorg og missi, fíknir, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt
bjorn@persona.demo-site.is
loading - Áfallið eftir innbrot
Skilaboðin hafa verið send!!
×
12235104 10153347968239624 2002791039830287132 n - Áfallið eftir innbrot
Björn Harðarson
Björn Harðarson hefur starfað sem sálfræðingur síðan 1998 og þar af á eigin stofu síðan 2002. Björn vinnu með helstu vandamál fullorðna eins og Kvíði, þunglyndi, sambönd og skilnaðir, sorg og missi, fíknir, handleiðsla, starfstengdur vandi, sjálfstraust svo eitthvað sé nefnt
bjorn@persona.demo-site.is
Latest Posts
  • eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee 150x150 - Áfallið eftir innbrot
  • ea37b50d2af2003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7164195f0c9 640 work addicted 150x150 - Áfallið eftir innbrot
  • 157672 5260 150x150 - Áfallið eftir innbrot
  • overweight 3018731 150 overweight 112x150 - Áfallið eftir innbrot
Tags: áfallastreitaáföllinnbrot

TengtGrein

angry 33059 150 angry - Áfallið eftir innbrot

Reiði og reiðistjórnun

12/08/2010
model 2405074 150 violence - Áfallið eftir innbrot

Afleiðingar heimilisofbeldis: “battered wife syndrome”.

07/01/2009

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

Áfallahjálp

Raðmorð og íslenskur raunveruleiki

Kynferðisleg misnotkun á börnum

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.