Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Annað Svefn

Svefntruflanir og slæmar svefnvenjur

Persona.is eftir Persona.is
04/10/2004
Í Svefn
0
0
sleep 1521752677 - Svefntruflanir og slæmar svefnvenjur

DieterRobbins / Pixabay

0
Deilingar
81
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Slæmar svefnvenjur geta valdið syfju að degi. Fólk sefur eðlilega, en fer seint að sofa og vaknar snemma til að fara til vinnu eða í skóla. Það leggur sig ef til vill lengi á daginn, sem ýtir undir það að viðkomandi er ekki syfjaður fyrr en síðar um nóttina. Þetta á við um marga hér á Íslandi, einkum skólafólk. Annað dæmi um slæma svefnvenju er að drekka kaffi seint á kvöldin. Þetta seinkar syfju og þar af leiðandi styttir nætursvefninn.

Mælum með

Svefntruflanir og svefnsjúkdómar

Svefnleysi – hvað er til ráða?

Kæfisvefn

Svefntruflanir orsaka óendurnærandi svefn. Helstu svefntruflanirnar eru svefnleysi og kæfisvefn og verða þeim gerð frekari skil hér að neðan, en einnig má nefna svefnsýki, fótaóeirð í svefni og svefngöngur, svo fáeitt sé nefnt. Svefntruflanir koma niður á svefngæðunum og valda aukinni dagsyfju. Svefntruflanir eru mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir. Allt of oft hefur svefninn verið tekinn sem sjálfsagður hlutur, helst vegna þess að svefnmagn hefur verið lagt til jafns á við svefngæði. Þetta þarf að leiðrétta. Það er ekki endilega spurning um hversu lengi maður sefur, heldur hversu vel er sofið. Einnig hefur of oft verið litið á það sem kost að geta sofnað hvar sem er og hvenær sem er. Þvert á móti bendir slíkt til þess að viðkomandi búi við mikla dagsyfju.

Svefnleysi er þegar maður getur ekki sofnað þó maður vilji. Fólk sem þjáist af svefnleysi er mjög þreytt allan daginn, og á kvöldin vill það gjarnan sofna, en um leið og lagst er á koddann þá vaknar það. Við tekur barátta um að festa svefn, það byltir sér fram og tilbaka í rúminu en án árangurs. Við þetta skapast vítahringur þar sem áhyggjur af því að geta ekki sofið valda því að viðkomandi á enn erfiðara með að sofna. Sama ferlið endurtekur sig kvöld eftir kvöld.

Einnig er vel hægt að sofa í átta klukkustundir en hvílast næstum ekkert. Þetta hendir til dæmis þá sem þjást af kæfisvefni. Kæfisvefn er þegar maður hættir að anda í svefni. Oft fylgja háværar hrotur kæfisvefni, en hrotur eru með fyrstu einkennum kæfisvefns. Fólk með kæfisvefn á auðvelt með að sofna, en vegna þess að þeir hætta að anda í svefni og hlutfall súrefnis í blóðinu minnkar, bregst líkaminn við með því að vekja viðkomandi í nokkrar sekúndur í senn. Þetta er nóg til að koma önduninni aftur af stað, en nægilega stutt til þess að viðkomandi átti sig ekki á þessu. Það eru ekki alltaf bein tengsl milli þess að hrjóta og þess að vera með kæfisvefn. Hrotur geta verið til staðar án þess að viðkomandi sé með kæfisvefn, en hrotur eru fyrstu einkennin. Öndunarhlé geta verið endurtekin nokkur hundruð sinnum yfir nóttina. Þetta veldur því að viðkomandi nær sjaldnar djúpum svefni og hvílist því síður. Rannsóknir eru nú farnar að tengja kæfisvefn við ýmsa hjarta- og æðasjúkdóma, svo sem hjartaáföll og heilablóðföll. Síendurtekin öndunarhlé setja mikið álag á hjarta- og æðakerfið, þannig að ekki er að undra að eitthvað láti undan að lokum, sé ekkert aðhafst. Það sem er hvað alvarlegast við þennan sjúkdóm er að þeir sem þjást af honum vita ekki endilega af honum. Það eina sem þeir vita er að þeir lögðust á koddann og sofnuðu mjög fljótlega, en vöknuðu þreyttir og óendurnærðir daginn eftir, oft með höfuðverk sem lagast ekki fyrr en um síðmorgun eða hádegisbil, þegar dægursveiflan og kaffidrykkjan hefur sagt til sín. Það eina sem þeir frétta af sínum svefni er að makinn kvartar undan hrotunum og er kannski farinn að sofa frammi í stofu.

 

Tags: svefnsvefntruflanir

TengtGrein

svefn6 - Svefntruflanir og slæmar svefnvenjur

Svefntruflanir og svefnsjúkdómar

25/01/2005
sleep problem 1521751996 - Svefntruflanir og slæmar svefnvenjur

Svefnleysi – hvað er til ráða?

06/10/2004

Kæfisvefn

Hvenær er dagsyfja óeðlileg

Börn og svefn

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.