Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Annað Svefn

Svefnleysi – hvað er til ráða?

Persona.is eftir Persona.is
06/10/2004
Í Svefn
0
0
sleep problem 1521751996 - Svefnleysi - hvað er til ráða?

61015 / Pixabay

0
Deilingar
40
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Svefntruflanir eru algeng ástæða þess að fólk leitar læknis og er talið er að u.þ.b. fimmtungur íbúa á Vesturlöndum fái svefntruflanir einhvern tíma á ævinni. Svefnþörf og svefntímar eru einstaklingsbundnir. Sumir eru endurnærðir eftir 6 tíma svefn, en öðrum nægir ekki minna en 9 tímar. Þá eru sumir nátthrafnar, en aðrir morgunhanar. Svefntruflanir aukast oft með aldrinum. Erfiðara verður að sofna, uppvaknanir verða tíðari og ver gengur að sofa fram eftir að morgninum. Konur finna oftar fyrir þessum einkennum, sem byrja gjarnan í kringum tíðarhvörf.

Mælum með

Svefntruflanir og svefnsjúkdómar

Svefntruflanir og slæmar svefnvenjur

Kæfisvefn

Svefntruflanir geta verið afleiðingar líkamlegra einkenna t.d. verkja frá stoðkerfi, hitakófa á breytingaskeiði, næturþvagláta, andþyngsla vegna hjarta- eða lungnasjúkdóma, vélindabakflæðis svo eitthvað sé nefnt. Svefntruflanir fylgja oft geðsjúkdómum t.d. þunglyndi, kvíða og heilabilun. Þá hafa mörg lyf áhrif á svefninn. Félagslegir þættir t.d.grátandi börn, áhyggjur af ættingum, fjármálum og vaktavinna trufla svefn. Þá ber að hafa í huga að ýmis vímuefni valda svefntruflunum bæði við notkun og ekki síður við fráhvarf, t.d. áfengi, kaffi, tóbak, hass og amfetamín.
Eins og af ofantöldu má sjá er mikilvægt að greina og meðhöndla undirliggjandi ástæður svefntruflana.

Hér að neðan eru nokkur einföld ráð sem geta komið að góðum notum við svefntruflanir. Gefinn hefur verið út bæklingur með þessum ráðum sem hægt er að fá ókeypis í flestum apótekum og heilsugæslustöðvum.

1. Mikilvægast er að fara á fætur á sama tíma á hverjum morgni. Forðastu að leggja þig á daginn og farðu í háttinn á svipuðum tíma öll kvöld.

2. Ef þú getur ekki sofnað farðu fram úr og gerðu eitthvað annað t.d. lestu í góðri bók, hlustaðu á rólega tónlist. Leggðu þig aftur þegar þig syfjar á ný.

3. Dagleg líkamleg áreynsla leiðir til dýpri svefns, en óreglulegar æfingar einkum seint á kvöldin hafa engin eða slæm áhrif á svefninn nóttina eftir.

4. Rólegheit að kveldi auðvelda þér að sofna. Forðastu mikla líkamsáreynslu og hugaræsingu. Betra er að hafa daufa lýsingu í kringum sig á kvöldin.

5. Kaffi truflar svefn og rétt er að neyta þess í hófi og aldrei eftir kvöldmat. Sama máli gegnir um te og kók.

6. Forðast ber neyslu áfengra drykkja. Alkóhól truflar svefn.

7. Létt máltíð fyrir svefninn hjálpar mörgum að sofna, t.d. flóuð mjólk og brauðsneið.

8. Heitt bað stuttu fyrir háttinn getur auðveldað sumum að sofna.

9. Hafðu hitastigið í svefnherberginu hæfilega svalt. Sofðu við opinn glugga og hafðu dimmt í herberginu meðan þú sefur. Athugaðu að rúmið þitt sé þægilegt. Forðastu að horfa á sjónvarpið úr rúminu. Reyndu að draga úr hávaða kringum þig.

Hafa ber í huga að svefnlyf geta verið hjálpleg við að rjúfa vítahring svefnleysis, en langvarandi notkun er oftast gagnslaus og getur verið skaðleg. Við notkun svefnlyfja er rétt að muna eftir áhrifum þeirra að deginum, þar sem sum þeirra valda þreytu og syfju, skertu jafnvægi, minnisleysi og minnka akstusrshæfileika. Aldraðir eru viðkvæmari fyrir þessum aukaverkunum.

Ef svefntruflanir eru viðvarandi, þrátt fyrir að ofangreindum ráðleggingum hafi verið fylgt, þá ráðlegt að ræða það vandamál við lækni. Sérstaklega ef viðkomandi finnur einnig fyrir syfju og þreytu að deginum.

Bryndís Benediktsdóttir, læknir við Heilsugæslu Garðabæjar og dósent við læknadeild H.Í.

Tags: svefnsvefntruflanir

TengtGrein

svefn6 - Svefnleysi - hvað er til ráða?

Svefntruflanir og svefnsjúkdómar

25/01/2005
sleep 1521752677 - Svefnleysi - hvað er til ráða?

Svefntruflanir og slæmar svefnvenjur

04/10/2004

Kæfisvefn

Hvenær er dagsyfja óeðlileg

Börn og svefn

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.