Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Börn/Unglingar

Börn sem stela

Persona.is eftir Persona.is
30/09/2004
Í Börn/Unglingar
0
0
steal 1521753657 - Börn sem stela

MK1_FIESTA / Pixabay

0
Deilingar
18
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þegar barn eða unglingur stelur verða foreldrar að sjálfsögðu áhyggjufullir. Áhyggjurnar beinast fljótt að því hvað það var sem fékk barnið til að stela og hvort sonur þeirra eða dóttir sé á góðri leið með að verða „afbrotaunglingur“. 

Mælum með

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

Það er eðlilegt fyrir mjög ungt barn að taka það sem vekur áhuga þess eða eftirtekt. Þá hegðun er ekki hægt að líta á sem þjófnað fyrr en barnið er orðið nógu gamalt, þriggja til fimm ára, til að skilja að það er rangt að taka það sem tilheyrir öðrum. Foreldrar ættu að reyna að leggja áherslu á að kenna börnum sínum eignarréttarhugtakið og tillitsemi við aðra. En foreldrar eru einnig fyrirmyndir. Hafi þeir meðferðis eitthvað sem þeir hafa tekið traustataki, t.d. úr vinnunni, eða monta sig kannski af því að hafa fengið meira borgað vegna mistaka við kassann í matvöruversluninni, verður mun erfiðara fyrir þá að fá börnin sín til að skilja hvað felst í hugtakinu heiðarleiki. 

Þótt börn hafi lært að það sé rangt að stela, taka þau hluti ófrjálsri hendi af ýmsum ástæðum. Það gæti e.t.v. verið til að jafna stöðuna í systkinahóp finnist honum sem bróðir eða systir fái meiri ástúð eða gjafir en hann. Stundum stelur barn til að sanna hugrekki sitt fyrir vinum sínum, eða til að gefa fínar gjafir til að vera viðurkenndur á meðal jafningja. 

Foreldrar ættu að íhuga hvort barnið þeirra hafi stolið til þess að vekja á sér athygli. Ef svo væri gæti barnið verið að sýna vanmáttuga reiði í garð foreldra sinna eða að reyna að ná sér niðri á þeim. Stolni hluturinn kæmi þá í staðinn fyrir ást og umhyggju. Í slíkum tilfellum ættu foreldrar að reyna að veita barninu aukna athygli og gera því ljóst hversu mikilvægt það er í fjölskyldunni. 

Ef foreldrar taka strax í taumana hætta flest börn að stela þegar þau eldast. Verði barn eða unglingur uppvíst að því að taka hluti ófrjálsri hendi mæla ýmsir sérfræðingar með eftirfarandi: 

·         Segðu barninu að það sé rangt að stela 

·         Hjálpaðu barninu við að borga þýfið eða skila því 

·         Passaðu að barnið hagnist ekki á stuldinum á neinn hátt 

·         Forðastu að lesa yfir barninu, líka að spá því glataðri framtíð og sleppið því að segja að barnið sé slæm manneskja eða þjófur 

·         Gerðu barninu það algerlega ljóst að stela sé óásættanleg innan samfélagsins og fjölskyldunnar 

Þegar barnið hefur greitt fyrir eða skilað þýfinu ætti ekki að ræða stuldinn frekar en leyfa barninu að byrja upp á nýtt með hreinan skjöld. 

Ef þjófnaður er viðvarandi eða fylgir fleiri hegðunarvandkvæðum, gæti hann bent til alvarlegra vandamála hjá sjálfu barninu, eða innan fjölskyldu þess. Þjófótt börn gætu einnig átt erfitt með það að treysta öðrum og mynda tilfinningatengsl. Í stað þess að verða sakbitin skella þau skuldinni á aðra og rökstyðja stuldinn með því að segja: „Fyrst þau neita að gefa mér það sem ég þarf, tek ég það bara sjálf(ur).“ Ef þjófnaður kemur oft upp meðal barna ættu foreldrar að íhuga að leita ráðgjafar hjá barna- og unglingageðlækni eða klínískum barnasálfræðingi. 

Sérfræðingar reyna þá að komast að því hvaða ástæður liggja að baki þjófnaðinum og leggja oft mat á það hvort barnið þjáist af geðrænum eða tilfinningalegum vandkvæðum. Útfrá þeim upplýsingum þróar sérfræðingurinn svo meðferðaráætlun. Mikilvægir þættir hennar eru að fá barnið til að bindast trúnaðarböndum og hjálpa fjölskyldunni til að styðja barnið í átt til heilbrigðari þroska.

Byggt á efni frá American Academy of Child & Adolescent Psychiatry

Tags: börnstela

TengtGrein

129113 1345 - Börn sem stela

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

07/01/2009
hatena 1184896 150 trouble - Börn sem stela

Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.

29/09/2008

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

Tölvuleikir geta verið uppbyggilegir

Hugleiðingar við skólabyrjun 2008

Einelti

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.