Facebook Facebook-messenger Search
Persona.is
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Menu
  • Meðferðaraðilar
    • Björn Harðarson
    • Páll Einarsson
    • Eyjolfur Örn Jónsson
    • Davíð Vikarsson
    • Eygló Guðmundsdóttir
    • Reynar Kári reynar @ persona.is
  • Greinar
    • Persónuleikavandamál
    • Samskipti
    • Sjálfsvíg
    • Streita
    • Svefn
    • Vinnan
    • Átraskanir/Offita
    • Börn/Unglingar
    • Fíkn
    • Kvíði
      • Árátta-Þráhyggja
    • Ofbeldi
    • Sambönd
    • Sjálfstraust
    • Tilfinningar
    • Uppeldi
      • 0-5 ára
      • 13-18
      • 6-12
    • Þunglyndi
    • ADHD
    • Áföll
    • Annað
      • Aldraðir
      • Geðsjúkdómar
      • Meðferð
      • Meðvirkni
      • nám
  • Hafðu samband
Heim Börn/Unglingar

Ofsahræðsla meðal barna og unglinga

Persona.is eftir Persona.is
29/09/2004
Í Börn/Unglingar, Kvíði
0
0
panic  1521755000 - Ofsahræðsla meðal barna og unglinga

kellepics / Pixabay

0
Deilingar
224
SKOÐANIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Ofshræðsla eða felmtursröskun (panic disorder) er fremur algengur kvilli hjá öllum án tillits til aldurs. Börn og unglingar sem þjást af ofsahræðslu finna til ólýsanlegrar vanlíðanar. Þessu fylgir hraðari hjartsláttur og andarteppa. Þessi kvíðaköst geta varið allt frá nokkrum mínútum upp í klukkustundir. Kvíðaköstin gera ekki boð á undan sér. Einkennin geta meðal annars verið þessi:

Mælum með

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

Almenn Kvíðaröskun

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

  • Ákafur ótti (um að eitthvað hræðilegt sé að gerast)
  • Óreglulegur eða hraður hjartsláttur
  • Svimi
  • Andarteppa eða köfnunartilfinning
  • Skjálfti
  • Óraunveruleikatilfinning
  • Ótti við að deyja, missa tökin á öllu eða að verða geðveikur

Ætla má að um 6000-7000 Íslendingar munu einhvern tíma á ævinni finna fyrir ofsahræðslu. Hún hefst vanalega á unglingsárum, þótt hennar verði strax vart í barnæsku, og hún getur verið ættgeng. Ef ekkert er að gert getur ofsahræðslan og fylgikvillar hennar haft hræðilegar afleiðingar. Ofsahræðsla skaðar sambönd barns eða unglings við vini og skyldmenni, hefur áhrif á skólagöngu og eðlilegan þroska. Börn og unglingar með ofsahæðslu geta verið kvíðin, þótt þau sýni ekki einkenni þess að vera í kvíðakasti. Sum reyna að forðast aðstæður sem líklegar til að stuðla að kvíðakasti eða staði þar sem enga hjálp er að fá. Sem dæmi um það þá vill barn með ofsahræðslu e.t.v. ekki fara í skólann eða vera aðskilið frá foreldrum sínum.

Í alvarlegum tilvikum neitar barnið hugsanlega að yfirgefa heimili sitt. Þegar barnið forðast vissa staði og aðstæður er nefnt víðáttufælni. Sum börn og unglingar með ofsahræðslu geta orðið þunglynd og jafnvel reynt sjálfsvíg. Flóttaleið einhverra unglingar er snúa sér að áfengi eða eiturlyfjum.

Ofsahræðslu meðal barna getur verið erfitt að greina en þegar vandinn hefur greinst er oftast auðvelt að eiga við hann. Ef grunur leikur á að börn og unglingar þjáist af ofsahræðslu ætti fyrsta skrefið að vera að fara með þau til skoðunar hjá heimilislækni eða barnalækni. Finnist engin líkamleg ástæða er réttast að sálfræðingur eða barna- og unglingageðlæknir meti barnið.

Nokkrar tegundir meðferðar eru áhrifaríkar. Stundum eru gefin lyf til að koma í veg fyrir kvíðaköstin. Meðferð sem heitir hugræn atferlismeðferð hefur reynst árangusrsríkasta meðferðarformið. Þá er barninu kennt að hafa stjórn á kvíðanum eða kvíðköstunum þegar þau hellast yfir það.

Ofsahræðsla læknast oftast við meðferð. Þá skal líka haft í huga að því fyrr sem barn fær meðferð við þessum kvilla þeim mun líklegra er að að það finni ekki fyrir fylgikvillunum, eins og þunglyndi, víðáttufælni og fíkniefnaneyslu.

Byggt á efni frá American Academy of Child & Adolescent Psychiatry

Tags: börnkvíðiofsahræðslaofsakvíðiunglingar

TengtGrein

eb36b1092cf3003ecd0b470de7444e90fe76e7d718b7174492f8c6 640 coffee e1521917208384 - Ofsahræðsla meðal barna og unglinga

Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum

15/07/2015
157672 5260 - Ofsahræðsla meðal barna og unglinga

Almenn Kvíðaröskun

29/05/2009

ADHD nemandi og skipulag skólastofu

Lærðu að breyta erfiða barninu þínu.

Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni

Tölvuleikir geta verið uppbyggilegir

Leita

Engar niðurstöður
SKoða allar niðurstöður

Nýlegar greinar

  • Ástarsambönd
  • Sjálfskoðun
  • Mikil Kóffínneysla hefur bein áhrif á að auka líkur á kvíða og streituviðbrögðum
  • Geðklofi
  • Siðræn sjónskerðing og siðblinda (vor 2011)

Nýlegar athugasemdir

    Greinasafn

    Flokkar

    Tækni

    • Nýskráning
    • Innskráning
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org

    Persona.is

    Hefur sinnt geðheilbrigði Íslendinga í 20 ár

    Skoðaðu betur

    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband
    Menu
    • Um Persóna
    • Lesa grein
    • Panta Tíma
    • Hafðu samband

    Leita á Persona.is

    Um Persona.is

    Persona.is er með greinarsafn sálfræðilegra greina og prófa. AUk þess er Persona.is hluti af Sálfræðistofu Persona.is Þórunnartúni 6

    Staðsetning

    Facebook-f Facebook-messenger

    © 2020 Allur réttur áskilin. Vefur hannaður af Birni Harðarsyni

    This website uses cookies. By continuing to use this website you are giving consent to cookies being used. Visit our Privacy and Cookie Policy.